Legend rýkur upp listana vestanhafs 7. desember 2012 17:30 Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira