Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt 21. nóvember 2012 16:43 Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar þrátt fyrir óveður, samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö, sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til, vegna óveðurs. "Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. "Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir Bergþóra Njála. Hún segir að þó veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. "Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Stangveiði Mest lesið Loksins líf í Straumunum Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Langskeggur er málið Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Veiði
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö, sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til, vegna óveðurs. "Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. "Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir Bergþóra Njála. Hún segir að þó veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. "Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála.
Stangveiði Mest lesið Loksins líf í Straumunum Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Langskeggur er málið Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Veiði