Möguleikar meistaranna í úrslitamótinu Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 15:12 Alonso er smá stressaður. nordicphotos/afp Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar. Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir. Búist er við rigningu í Sao Paulo í dag, í það minnsta skúrum. Það mun hjálpa Fernando Alonso meira en Sebastian Vettel í kappakstrinum. En það er mikilvægt að muna að í regnkeppnum getur áhætta í keppnisáætlun bæði unnið fyrir þig kappakstur og eyðilagt hann. Báðir eru tvöfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og eru því að keppa um hver fær sinn þriðja titil. Fyrir fram er Vettel líklegri þar sem hann hefur þrettán stiga forskot á Alonso og Vettel ræsir í fjórða sæti en Alonso í sjöunda. Það er hins vegar ekki öll nótt úti enn fyrir Alonso.Red Bull-liðið notar Renault-vélar í bílum sínum og hafa þær reynst gríðarlega öflugar í ár. Hins vegar vantar aðeins upp á áreiðanleika minni vélhluta því rafallinn í Red Bull-bílnum hefur nokkrum sinnum eyðilagt mót fyrir Vettel og liðsfélaga hans Mark Webber. Sérfræðingarnir óttast að rafallinn gæti klikkað í kappakstrinum í dag. Red Bull-liðið gefur auðvitað ekkert upp um það hvaða týpu þeir hafa sett í bílinn fyrir þennan kappakstur. Bæði Vettel og Alonso virðast svolítið stressaðir fyrir kappaksturinn í dag, samkvæmt heimildum Sky Sports F1. Þegar allt kemur til alls skiptir röð ökumanna yfir endamarkið mestu máli því fyrir það fá menn stig. Svona þarf að fara fyrir kappakstrinum ef Vettel eða Alonso ætla að vinna titilinn. Vettel vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann endar í efstu fjórum sætunum. ... hann klárar fimmti, sjötti eða sjöundi og Alonso vinnur ekki kappaksturinn. ... hann klárar í áttunda eða níunda og Alonso verður þriðji eða neðar. ... hann klárar tíundi eða neðar og Alonso nær ekki verðlaunasæti.Alonso vinnur heimsmeistaratitilinn ef... ... hann vinnur og Vettel er fimmti eða neðar. ... hann klárar annar og Vettel er í áttunda eða neðar. ... hann er þriðji og Vettel er tíundi eða neðar.
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti