Ársskammtur étinn á þremur dögum 27. nóvember 2012 08:15 Hundurinn er besti vinur rjúpnaveiðimannsins. Mynd / Þorsteinn Hafþórsson. Refur og ágangur veiðimanna í tímaþröng er ógn við rjúpuna segir Þorsteinn Hafþórsson. Miður sé að heyra talsmann umhverfisráðherra segja veiðidaga valda með tilliti til þess að sem verst viðri til veiða. Veiðimaðurinn og leiðsögumaðurinn Steini Haff fer yfir rjúpnaveiðitímabilið sem lauk á sunnudaginn í tæpitungulausum pistli til Veiðivísis. "Nú er þessu blessaða rjúpnaveiðitímabili lokið. Er það mál manna að þetta hafi verið afspyrnu lélegt tímabil og má þar aðalega kenna um veðri og svakalega miklum ummerkjum eftir refi á rjúpnaslóðum. Við þessar aðstæður þar sem mikið rask er af völdum refs og stöðug veðrabrigði þá er rjúpan mjög stressuð og ljónstygg. Þótti mér það mjög miður að heyra talsmann Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra segja beint út að það væri liður í friðun rjúpunnar að hafa tímabilið þessa daga þar sem búast mætti við vondum veðrum og væri það tekið inn í dæmið. Hér á Norðurlandi vestra gaf til rjúpna í fjóra daga níu. Þá, eins og við mátti búast þar sem mikið er af friðuðu svæði á suðurhelmingi landsins, komu hér heilu bílfarmarnir af skyttum til veiða. Eru blendnar tilfiningar heimamanna til þessara veiðimanna þó að flestir hafi fullan skilning á því hvers vegna þeir sæki norður. Árangur af svona þéttleika af veiðimönnum er oftast lítill. Hver skytta er kannski með einn til þrjá fugla eftir daginn. Þetta getur líka haft gríðarleg áhrif á rjúpuna og neytt hana til búferlaflutninga á óvistlegri svæði og dregið enn frekar úr afkomumöguleikum hennar eða hún hreinlega verið þurrkuð upp af sumum svæðum í verstu tilfellum. Þegar samantektin kemur frá Umhverfisstofnun um fjölda veiddra rjúpna mun það ekki koma á óvart ef að aðeins hefur náðst að veiða rúman helming af þeim fuglum sem mælt var með að mætti veiða. En þrátt fyrir það er ég ákaflega hræddur um að gefið verði út að rjúpnastofninn sé orðin alltof lítill og fuglinum hafi fækkað mikið meira en spáð hafi verið fyrir um. Hverju ætli sé um að kenna? Mín skoðun er sú að þróunin sé ekki veiðum að kenna. Veiðar hafa verið að dragast saman síðustu ár en stofninn minnkar og minnkar þannig að ég dreg þá ályktun að öðru sé um að kenna. Fækkun rjúpunnar sé vegna svakalegrar fjölgunar á ref sem á um tuttugu árum fór úr þremur til fjögur þúsundum dýrum upp í tólf til þrettán þúsund refi í dag. Þeir þurfa að reyna að bjarga sér og yfir vetrarmánuðina er rjúpa það eina sem býðst í flestum tilfellum. Ef við gefum okur að hver refur þurfi eina rjúpu á dag þá sjáið þið fjöldann; tólf til þrettán þúsund rjúpur á dag! Umhverfistofnum mæltist til að veiðimenn veiddu ekki nema 34 þúsund rjúpur í heildina eða sex á mann. Það tekur refastofninn þrjá daga að ná þeirri tölu. Þar sem stór svæði hafa verið friðuð handa refnum hefur það bæði verið viljandi og af smá klaufaskap held ég. Hvað á ég við með klaufaskap? Jú, ef það finnst fágæt planta eða steintegund eða annað náttúruvætti þá er svæðið friðlýst. Þá er sjálkrafa bannað að stunda veiðar á svæðinu sem að mínu mati er klaufaskap um að kenna. Alls staðar í kringum okkur eru svona náttúruvætti friðlýst og sett í vernd en eingöngu þau en ekki allt umhverfið. Það kom upp leiðinda mál á Þingvöllum þar sem skyttur voru teknar á meintum ólöglegum veiðum. Vil ég biðja alla þá sem lesa þennan pistil að dæma okkur veiðimenn ekki af svörtu sauðunum í hjörðinni því meirihluti veiðimanna er strangheiðarlegt fólk og sýnir lögum og náttúru fulla virðingu. Með bestu kveðju og ósk um góðar stundir. Þorsteinn Hafþórsson." Veiðivísir þakkar Steina Haff fyrir skemmtilegan og skorinorðan pistil.gar@frettabladid.isMynd / Úr einkasafni Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Refur og ágangur veiðimanna í tímaþröng er ógn við rjúpuna segir Þorsteinn Hafþórsson. Miður sé að heyra talsmann umhverfisráðherra segja veiðidaga valda með tilliti til þess að sem verst viðri til veiða. Veiðimaðurinn og leiðsögumaðurinn Steini Haff fer yfir rjúpnaveiðitímabilið sem lauk á sunnudaginn í tæpitungulausum pistli til Veiðivísis. "Nú er þessu blessaða rjúpnaveiðitímabili lokið. Er það mál manna að þetta hafi verið afspyrnu lélegt tímabil og má þar aðalega kenna um veðri og svakalega miklum ummerkjum eftir refi á rjúpnaslóðum. Við þessar aðstæður þar sem mikið rask er af völdum refs og stöðug veðrabrigði þá er rjúpan mjög stressuð og ljónstygg. Þótti mér það mjög miður að heyra talsmann Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra segja beint út að það væri liður í friðun rjúpunnar að hafa tímabilið þessa daga þar sem búast mætti við vondum veðrum og væri það tekið inn í dæmið. Hér á Norðurlandi vestra gaf til rjúpna í fjóra daga níu. Þá, eins og við mátti búast þar sem mikið er af friðuðu svæði á suðurhelmingi landsins, komu hér heilu bílfarmarnir af skyttum til veiða. Eru blendnar tilfiningar heimamanna til þessara veiðimanna þó að flestir hafi fullan skilning á því hvers vegna þeir sæki norður. Árangur af svona þéttleika af veiðimönnum er oftast lítill. Hver skytta er kannski með einn til þrjá fugla eftir daginn. Þetta getur líka haft gríðarleg áhrif á rjúpuna og neytt hana til búferlaflutninga á óvistlegri svæði og dregið enn frekar úr afkomumöguleikum hennar eða hún hreinlega verið þurrkuð upp af sumum svæðum í verstu tilfellum. Þegar samantektin kemur frá Umhverfisstofnun um fjölda veiddra rjúpna mun það ekki koma á óvart ef að aðeins hefur náðst að veiða rúman helming af þeim fuglum sem mælt var með að mætti veiða. En þrátt fyrir það er ég ákaflega hræddur um að gefið verði út að rjúpnastofninn sé orðin alltof lítill og fuglinum hafi fækkað mikið meira en spáð hafi verið fyrir um. Hverju ætli sé um að kenna? Mín skoðun er sú að þróunin sé ekki veiðum að kenna. Veiðar hafa verið að dragast saman síðustu ár en stofninn minnkar og minnkar þannig að ég dreg þá ályktun að öðru sé um að kenna. Fækkun rjúpunnar sé vegna svakalegrar fjölgunar á ref sem á um tuttugu árum fór úr þremur til fjögur þúsundum dýrum upp í tólf til þrettán þúsund refi í dag. Þeir þurfa að reyna að bjarga sér og yfir vetrarmánuðina er rjúpa það eina sem býðst í flestum tilfellum. Ef við gefum okur að hver refur þurfi eina rjúpu á dag þá sjáið þið fjöldann; tólf til þrettán þúsund rjúpur á dag! Umhverfistofnum mæltist til að veiðimenn veiddu ekki nema 34 þúsund rjúpur í heildina eða sex á mann. Það tekur refastofninn þrjá daga að ná þeirri tölu. Þar sem stór svæði hafa verið friðuð handa refnum hefur það bæði verið viljandi og af smá klaufaskap held ég. Hvað á ég við með klaufaskap? Jú, ef það finnst fágæt planta eða steintegund eða annað náttúruvætti þá er svæðið friðlýst. Þá er sjálkrafa bannað að stunda veiðar á svæðinu sem að mínu mati er klaufaskap um að kenna. Alls staðar í kringum okkur eru svona náttúruvætti friðlýst og sett í vernd en eingöngu þau en ekki allt umhverfið. Það kom upp leiðinda mál á Þingvöllum þar sem skyttur voru teknar á meintum ólöglegum veiðum. Vil ég biðja alla þá sem lesa þennan pistil að dæma okkur veiðimenn ekki af svörtu sauðunum í hjörðinni því meirihluti veiðimanna er strangheiðarlegt fólk og sýnir lögum og náttúru fulla virðingu. Með bestu kveðju og ósk um góðar stundir. Þorsteinn Hafþórsson." Veiðivísir þakkar Steina Haff fyrir skemmtilegan og skorinorðan pistil.gar@frettabladid.isMynd / Úr einkasafni
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði