Magnaður fiðluleikur Jónas Sen skrifar 27. nóvember 2012 10:57 Haukur Tómasson Sinfóníuhljómsveit íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Karol Szymanowski og Jean Sibelius. Einleikari: Christian Tetzlaff; stjórnandi: John Sotgards.FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER Marr, Ískurr og Skuggaskeið eru nöfnin á þremur köflum af fimm í verki eftir Hauk Tómasson. Það var frumflutt á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið undir stjórn Johns Storgård. Titlarnir vísa til höfuðskepnanna; tónlistin er innblásin af hugleiðingum um loft, eld, jörð og vatn, auk ljóss og skugga. Eins og flest eftir Hauk er tónlistin fínleg. Tónmálið er framandi, hljómarnir heillandi annarlegir. Ég hugsa þó að verkið þurfi töluverða nálægð til að koma sem best út. Eftir því sem maður situr lengra frá hljómsveitinni dofna blæbrigðin, þetta smágerða, sem segir svo margt, rennur of mikið saman við heildina. Sennilega hljómar tónlistin best af geisladiski í góðum hátölurum. Í stórum sal eins og í Eldborginni hættir verkinu hins vegar til að verða fullkliðkennt. Það vantar skarpari línur, meiri andstæður. Margt er vissulega hrífandi, en á tónleikunum virkaði tónlistin fremur einsleit og tilbreytingarlaus, eins og pastellitað veggfóður. Ég er viss um að hún kemur betur út í stafrænum búningi! Talsvert meiri tilþrif einkenndu fiðlukonserta nr. 1 og 2 eftir Szymanowski. Hann var pólskur en alinn upp í Úkraínu. Fyrri konsertinn var saminn árið 1916, hinn síðari 1933. Nettur, síðrómantískur andi svífur yfir vötnunum í þeim fyrri. Hinn síðari er allt öðruvísi, stíllinn tærari, handbragðið agaðra. Einleikarinn Christian Tetzlaff var frábær. Hann spilaði af tæknilegum yfirburðum og ástríðufullri innlifun. Fiðlan lék í höndum hans, tónlistin varð ljóslifandi. Útkoman var mögnuð. Sjöunda sinfónía Sibeliusar var síðust á dagskránni. Hún var líka glæsileg í flutningi hljómsveitarinnar. Allar línur voru skýrar, dramatíkin tilkomumikil, framvindan spennandi. Verkið var í einum kafla, byrjunin var dálítið sundurlaus og leitandi (eins og hún átti að vera), en svo náði tónlistin fókus og endaði á tignarlegan hátt. Storgårds stjórnaði prýðilega. Flutningurinn var til fyrirmyndar, túlkunin var lífleg og rómantísk, fersk og skemmtileg. Niðurstaða: Áhugaverðir tónleikar, upp úr stóð frábær fiðluleikur. Gagnrýni Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Karol Szymanowski og Jean Sibelius. Einleikari: Christian Tetzlaff; stjórnandi: John Sotgards.FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER Marr, Ískurr og Skuggaskeið eru nöfnin á þremur köflum af fimm í verki eftir Hauk Tómasson. Það var frumflutt á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið undir stjórn Johns Storgård. Titlarnir vísa til höfuðskepnanna; tónlistin er innblásin af hugleiðingum um loft, eld, jörð og vatn, auk ljóss og skugga. Eins og flest eftir Hauk er tónlistin fínleg. Tónmálið er framandi, hljómarnir heillandi annarlegir. Ég hugsa þó að verkið þurfi töluverða nálægð til að koma sem best út. Eftir því sem maður situr lengra frá hljómsveitinni dofna blæbrigðin, þetta smágerða, sem segir svo margt, rennur of mikið saman við heildina. Sennilega hljómar tónlistin best af geisladiski í góðum hátölurum. Í stórum sal eins og í Eldborginni hættir verkinu hins vegar til að verða fullkliðkennt. Það vantar skarpari línur, meiri andstæður. Margt er vissulega hrífandi, en á tónleikunum virkaði tónlistin fremur einsleit og tilbreytingarlaus, eins og pastellitað veggfóður. Ég er viss um að hún kemur betur út í stafrænum búningi! Talsvert meiri tilþrif einkenndu fiðlukonserta nr. 1 og 2 eftir Szymanowski. Hann var pólskur en alinn upp í Úkraínu. Fyrri konsertinn var saminn árið 1916, hinn síðari 1933. Nettur, síðrómantískur andi svífur yfir vötnunum í þeim fyrri. Hinn síðari er allt öðruvísi, stíllinn tærari, handbragðið agaðra. Einleikarinn Christian Tetzlaff var frábær. Hann spilaði af tæknilegum yfirburðum og ástríðufullri innlifun. Fiðlan lék í höndum hans, tónlistin varð ljóslifandi. Útkoman var mögnuð. Sjöunda sinfónía Sibeliusar var síðust á dagskránni. Hún var líka glæsileg í flutningi hljómsveitarinnar. Allar línur voru skýrar, dramatíkin tilkomumikil, framvindan spennandi. Verkið var í einum kafla, byrjunin var dálítið sundurlaus og leitandi (eins og hún átti að vera), en svo náði tónlistin fókus og endaði á tignarlegan hátt. Storgårds stjórnaði prýðilega. Flutningurinn var til fyrirmyndar, túlkunin var lífleg og rómantísk, fersk og skemmtileg. Niðurstaða: Áhugaverðir tónleikar, upp úr stóð frábær fiðluleikur.
Gagnrýni Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira