Stangveiðifélag Selfoss vísar gagnrýni á bug 29. nóvember 2012 01:00 Kastað á Baugsstaðaós í blíðuveðri. Mynd/SVFS Stjórn Stangveiðifélags Selfoss hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu félagsins vegna gagnrýni Bjarna Júlíussonar, formanns Stangveiðifélags Reykjavíkur, í nýútkominni ársskýrslu SVFR. Þar kemur fram að veiðisvæði Vola, Baugsstaðaóss og Tungu-Bár mun ekki verða í boði til félagsmanna næsta sumar, og er svæðið því ekki að finna í komandi söluskrá SVFR. Bjarni fer þungum orðum um framgang Stangveiðifélags Selfoss varðandi samstarf um veiðisvæðið og vænir SVFS um óheiðarlega framgöngu. Vegna þessa máls ætlar stjórn SVFR að endurskoða formlega aðild að Landssambandi veiðifélaga. Veiðivísir birti frétt um málið í gær, rétt eins og SVFR á heimasíðu sinni. Stjórn SVFS hafði sérstaklega samband við Veiðivísi og óskaði þess að yfirlýsing félagsins yrði birt, en jafnframt var komið á framfæri þeirri athugasemd stjórnar að fyrirsögn fréttar Veiðivísis væri gagnrýniverð. Yfirlýsing stjórnar SVFS fer hér á eftir óbreytt: Í nýútkominni ársskýrslu Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) kemur fram harðorð gagnrýni á samskipti Stangaveiðifélags Selfoss (SVFS) hvað framgang SVFS vegna samstarfs um veiðiðsvæði Vola, Tungu-Bár og Baugstaðaóss. Við hjá stjórn SVFS höfum hingað til ekki tjáð okkur um málsatvik eins og þau snúa að okkur enda teljum við að SVFR sé að slá ryki í augu félagsmanna sinna með því að sleppa út veigamiklum atriðum er varðar munnlegt samkomulag um samstarf sem gert var á milli fyrrum formanns SVFS og núverandi formanns SVFR sem jafnframt var formaður SVFR á þeim tíma þegar samkomulagið var gert. Þá teljum við einnig að með því að slá þessu upp sé stjórnin að skjóta sér undan mjög slæmri fjárhagsstöðu félagsins og beina kastljósinu annað. Með þeim orðum sem rituð eru í skýrsluna telur stjórn SVFS að verið sé að fegra verulega hlut SVFR í þessu máli og að formaður SVFR hafi rangtúlkað samkomulagið sem gert var á milli félaganna árið 2007. Fyrir 5 árum síðan var veiðisvæðið boðið út og ákvað þáverandi stjórn SVFS að bjóða í leigu á vatnasvæðinu og fór svo að félagið tók vatnasvæðið á leigu og var SVFS eini leigutakinn af svæðinu. Þar sem óvissa var um hvernig sala veiðileyfa á þessu svæði myndi ganga ákvað stjórn SVFS að leita til SVFR um að félagið myndi selja þeim helming veiðileyfa á vatnasvæðinu. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi formanna félaganna og var enginn samningur gerður um þetta atriði annað en að samkomulagið var munnlegt. Fyrrum formaður SVFS hefur tjáð núverandi stjórn félagsins að aldrei hafi verið annað rætt en að þetta munnlega samkomulag myndi gilda lengur en út samningstímabilið og hefur formaður SVFR staðfest það við núverandi formann SVFS. Aldrei kom upp í umræðunni að SVFR hafi einnig ætlað að bjóða í leigu á þessu vatnasvæði og að þeir hafi hætt við slíkt vegna tilboðs SVFS í leigu á svæðinu. Á sumarmánuðum ákvað stjórn SVFS að leita til Veiðifélags Flóamanna um áframhaldandi leigu á vatnasvæðinu. Þar sem þetta munnlega samkomulag á milli þessara tveggja formanna var eingöngu í gildi á meðan fyrri leigusamningur gilti taldi núverandi stjórn sig óbundna af fyrra samkomulagi formannanna. Þá þykir stjórn SVFS einkennilegt að stjórn SVFR skuli með þessum hætti ráðast á félagið þegar þeir sjálfir hafa stundað svipuð vinnubrögð og þeir lýsa í ársskýrslunni. Í þessu sambandi má nefna að árið 1998 gerðu SVFR og SVFS skriflegan samning um kaup SVFS á veiðileyfum á vatnasvæði Alviðru í Soginu af SVFR. Þessi samningur var endurnýjaður í nokkur skipti og síðast árið 2006 og gilti hann fyrir árið 2006 en framlengdist sjálfkrafa ef SVFR og veiðréttareigendur framlendu þann samning. SVFR ákvað einhliða og án þess að ræða við stjórn SVFS, að slíta þessum skriflega samningi að gildistíma hans loknum. Í þessum samningi var skylda lögð á SVFR að framlengja þeim samningi eftir að hann rynni út „svo fremi sem félagið hafi Alviðrusvæðið á leigu." Þess má geta að SVFR er enn með Alviðrusvæðið á leigu. Að auki komu upp tilfelli þar sem tafir urðu á uppgjöri frá SVFR vegna veiðileyfakaupanna. Með hliðsjón af ofangreindu taldi stjórn SVFS alls engan grundvöll vera fyrir áframhaldandi veiðileyfasölu til SVFR. Nú hefur stjórn SVFR ákveðið að endurskoða formlega aðild þeirra að Landssambandi stangaveiðifélaga og var það gert með ákvörðun aðalfundar. Ástæðuna segja þeir vera þá að þeir telji sig ekki eiga samleið með aðilum sem „starfa á þennan hátt" og er þá átt við ágreiningsefni félaganna. Stjórn SVFS vísar þessum orðum til föðurhúsanna. Stjórn SVFS telur að þetta mál sé Landssambandi stangaveiðifélaga óskylt og eigi að leysa á milli félaganna sjálfra. Stjórn SVFS telur að umfjöllum um ágreining félaganna í fjölmiðlum muni skaða Landssambandið sem hefur verið að vinna í þágu allra aðildarfélaganna af heillindum. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Stjórn Stangveiðifélags Selfoss hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu félagsins vegna gagnrýni Bjarna Júlíussonar, formanns Stangveiðifélags Reykjavíkur, í nýútkominni ársskýrslu SVFR. Þar kemur fram að veiðisvæði Vola, Baugsstaðaóss og Tungu-Bár mun ekki verða í boði til félagsmanna næsta sumar, og er svæðið því ekki að finna í komandi söluskrá SVFR. Bjarni fer þungum orðum um framgang Stangveiðifélags Selfoss varðandi samstarf um veiðisvæðið og vænir SVFS um óheiðarlega framgöngu. Vegna þessa máls ætlar stjórn SVFR að endurskoða formlega aðild að Landssambandi veiðifélaga. Veiðivísir birti frétt um málið í gær, rétt eins og SVFR á heimasíðu sinni. Stjórn SVFS hafði sérstaklega samband við Veiðivísi og óskaði þess að yfirlýsing félagsins yrði birt, en jafnframt var komið á framfæri þeirri athugasemd stjórnar að fyrirsögn fréttar Veiðivísis væri gagnrýniverð. Yfirlýsing stjórnar SVFS fer hér á eftir óbreytt: Í nýútkominni ársskýrslu Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) kemur fram harðorð gagnrýni á samskipti Stangaveiðifélags Selfoss (SVFS) hvað framgang SVFS vegna samstarfs um veiðiðsvæði Vola, Tungu-Bár og Baugstaðaóss. Við hjá stjórn SVFS höfum hingað til ekki tjáð okkur um málsatvik eins og þau snúa að okkur enda teljum við að SVFR sé að slá ryki í augu félagsmanna sinna með því að sleppa út veigamiklum atriðum er varðar munnlegt samkomulag um samstarf sem gert var á milli fyrrum formanns SVFS og núverandi formanns SVFR sem jafnframt var formaður SVFR á þeim tíma þegar samkomulagið var gert. Þá teljum við einnig að með því að slá þessu upp sé stjórnin að skjóta sér undan mjög slæmri fjárhagsstöðu félagsins og beina kastljósinu annað. Með þeim orðum sem rituð eru í skýrsluna telur stjórn SVFS að verið sé að fegra verulega hlut SVFR í þessu máli og að formaður SVFR hafi rangtúlkað samkomulagið sem gert var á milli félaganna árið 2007. Fyrir 5 árum síðan var veiðisvæðið boðið út og ákvað þáverandi stjórn SVFS að bjóða í leigu á vatnasvæðinu og fór svo að félagið tók vatnasvæðið á leigu og var SVFS eini leigutakinn af svæðinu. Þar sem óvissa var um hvernig sala veiðileyfa á þessu svæði myndi ganga ákvað stjórn SVFS að leita til SVFR um að félagið myndi selja þeim helming veiðileyfa á vatnasvæðinu. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi formanna félaganna og var enginn samningur gerður um þetta atriði annað en að samkomulagið var munnlegt. Fyrrum formaður SVFS hefur tjáð núverandi stjórn félagsins að aldrei hafi verið annað rætt en að þetta munnlega samkomulag myndi gilda lengur en út samningstímabilið og hefur formaður SVFR staðfest það við núverandi formann SVFS. Aldrei kom upp í umræðunni að SVFR hafi einnig ætlað að bjóða í leigu á þessu vatnasvæði og að þeir hafi hætt við slíkt vegna tilboðs SVFS í leigu á svæðinu. Á sumarmánuðum ákvað stjórn SVFS að leita til Veiðifélags Flóamanna um áframhaldandi leigu á vatnasvæðinu. Þar sem þetta munnlega samkomulag á milli þessara tveggja formanna var eingöngu í gildi á meðan fyrri leigusamningur gilti taldi núverandi stjórn sig óbundna af fyrra samkomulagi formannanna. Þá þykir stjórn SVFS einkennilegt að stjórn SVFR skuli með þessum hætti ráðast á félagið þegar þeir sjálfir hafa stundað svipuð vinnubrögð og þeir lýsa í ársskýrslunni. Í þessu sambandi má nefna að árið 1998 gerðu SVFR og SVFS skriflegan samning um kaup SVFS á veiðileyfum á vatnasvæði Alviðru í Soginu af SVFR. Þessi samningur var endurnýjaður í nokkur skipti og síðast árið 2006 og gilti hann fyrir árið 2006 en framlengdist sjálfkrafa ef SVFR og veiðréttareigendur framlendu þann samning. SVFR ákvað einhliða og án þess að ræða við stjórn SVFS, að slíta þessum skriflega samningi að gildistíma hans loknum. Í þessum samningi var skylda lögð á SVFR að framlengja þeim samningi eftir að hann rynni út „svo fremi sem félagið hafi Alviðrusvæðið á leigu." Þess má geta að SVFR er enn með Alviðrusvæðið á leigu. Að auki komu upp tilfelli þar sem tafir urðu á uppgjöri frá SVFR vegna veiðileyfakaupanna. Með hliðsjón af ofangreindu taldi stjórn SVFS alls engan grundvöll vera fyrir áframhaldandi veiðileyfasölu til SVFR. Nú hefur stjórn SVFR ákveðið að endurskoða formlega aðild þeirra að Landssambandi stangaveiðifélaga og var það gert með ákvörðun aðalfundar. Ástæðuna segja þeir vera þá að þeir telji sig ekki eiga samleið með aðilum sem „starfa á þennan hátt" og er þá átt við ágreiningsefni félaganna. Stjórn SVFS vísar þessum orðum til föðurhúsanna. Stjórn SVFS telur að þetta mál sé Landssambandi stangaveiðifélaga óskylt og eigi að leysa á milli félaganna sjálfra. Stjórn SVFS telur að umfjöllum um ágreining félaganna í fjölmiðlum muni skaða Landssambandið sem hefur verið að vinna í þágu allra aðildarfélaganna af heillindum. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði