Sumarveiðin var aðeins fimm silungar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2012 00:01 Silungasvæðið í Svartá er ofan við laxaslóðirnar. Kort / Lax-á. Sterk umræða er nú meðal stangveiðimanna um verðlag og aflabrögð. Margir hafa á orði að snúa baki við laxinum og halla sér að silungsveiði í staðinn. Þar er ekki alltaf á vísan að róa. Laxveiðin í Svartá í Austur-Húnavatnssýslu var með slakasta móti í sumar eins og svo víða annars staðar. Aðeins veidust 148 laxar á stangirnar fjórar. Í fyrra var veiðin hins vegar 300 laxar sem er mun nærri meðalveiðinni. Segja má að laxveiðin í Svartá í sumar hafi þó verið hátíð miðað við uppskeruna á silungasvæðinu. Aðeins fimm fiskar voru þar skráðir á land á stangirnar tvær sem þar eru leyfðar og seldar. Stangardagurinn þar næsta sumar kostar 4.400 krónur. Veiðihús fylgir ekki. Stangveiði Mest lesið Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Bæði flug og fiskur í Aðaldal Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Plankað við ánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði
Sterk umræða er nú meðal stangveiðimanna um verðlag og aflabrögð. Margir hafa á orði að snúa baki við laxinum og halla sér að silungsveiði í staðinn. Þar er ekki alltaf á vísan að róa. Laxveiðin í Svartá í Austur-Húnavatnssýslu var með slakasta móti í sumar eins og svo víða annars staðar. Aðeins veidust 148 laxar á stangirnar fjórar. Í fyrra var veiðin hins vegar 300 laxar sem er mun nærri meðalveiðinni. Segja má að laxveiðin í Svartá í sumar hafi þó verið hátíð miðað við uppskeruna á silungasvæðinu. Aðeins fimm fiskar voru þar skráðir á land á stangirnar tvær sem þar eru leyfðar og seldar. Stangardagurinn þar næsta sumar kostar 4.400 krónur. Veiðihús fylgir ekki.
Stangveiði Mest lesið Fjölmennt en lítil veiði við Vífilstaðavatn Veiði Silungsparadís í Svarfaðardal Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá Veiði Bæði flug og fiskur í Aðaldal Veiði Fín fyrsta vakt í Víðidalsá Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Plankað við ánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði