Bjarni vill aftur í formanninn Kristján Hjálmarsson skrifar 5. nóvember 2012 15:02 Bjarni Júlíusson formaður SVFR og Árni Friðleifsson, varaformaður við opnun Norðurá í ár. Mynd/trausti Bjarni Júlíusson hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér sem formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Þetta kemur fram á vef félagsins. Í yfirlýsingu frá Bjarna segir að SVFR hafi siglt krappan sjó í fjárhagslegu tilliti undanfarin misseri. Áætlanir stjórnarinnar hafi gert ráð fyrir að félagið myndi skilað hagnaði í ár og var sú spá gerð með hliðsjón af forsölu veiðileyfa til félagsmanna og annarra viðskiptavina félagsins. "Því miður brugðust þær vonir okkar, þar sem lausasala veiðileyfa varð langt undir væntingum og reynslu fyrri ára. Skýringin er sú sem við öll þekkjum; alger aflabrestur varð í laxveiðinni í sumar og veiði víðast hvar langt undir væntingum og spám. Varð því eftirspurnin eftir laxveiðileyfum, þegar í sumarbyrjun, harla lítil," segir Bjarni meðal annars í yfirlýsingu sinni. "Það er því ljóst að framundan bíða stjórn félagsins erfið verkefni sem krefjast mikillar vinnu stjórnarmanna. En þó þau séu bæði erfið og flókin þá trúi ég því að við getum leyst þau með samstilltu átaki. Eins og mörgum ykkar er eflaust kunnugt hafði ég ætlað mér að víkja úr starfi formanns á komandi aðalfundi. En í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er hjá félaginu sem og þeirra krefjandi verkefna sem fyrir höndum eru, hef ég, eftir að hafa móttekið áskoranir fjölmargra félaga okkar, ákveðið að gefa kost á mér í eitt ár enn sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur." Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði
Bjarni Júlíusson hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér sem formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Þetta kemur fram á vef félagsins. Í yfirlýsingu frá Bjarna segir að SVFR hafi siglt krappan sjó í fjárhagslegu tilliti undanfarin misseri. Áætlanir stjórnarinnar hafi gert ráð fyrir að félagið myndi skilað hagnaði í ár og var sú spá gerð með hliðsjón af forsölu veiðileyfa til félagsmanna og annarra viðskiptavina félagsins. "Því miður brugðust þær vonir okkar, þar sem lausasala veiðileyfa varð langt undir væntingum og reynslu fyrri ára. Skýringin er sú sem við öll þekkjum; alger aflabrestur varð í laxveiðinni í sumar og veiði víðast hvar langt undir væntingum og spám. Varð því eftirspurnin eftir laxveiðileyfum, þegar í sumarbyrjun, harla lítil," segir Bjarni meðal annars í yfirlýsingu sinni. "Það er því ljóst að framundan bíða stjórn félagsins erfið verkefni sem krefjast mikillar vinnu stjórnarmanna. En þó þau séu bæði erfið og flókin þá trúi ég því að við getum leyst þau með samstilltu átaki. Eins og mörgum ykkar er eflaust kunnugt hafði ég ætlað mér að víkja úr starfi formanns á komandi aðalfundi. En í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er hjá félaginu sem og þeirra krefjandi verkefna sem fyrir höndum eru, hef ég, eftir að hafa móttekið áskoranir fjölmargra félaga okkar, ákveðið að gefa kost á mér í eitt ár enn sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur."
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði