Glíman við sundið Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 22. október 2012 11:30 Sundið Leikstjórn og handrit Jón Karl Helgason. Sýnd í Bío Paradís. Eitt af aðalsmerkjum góðrar heimildarmyndar er vel til fundið viðfangsefni. Eitthvað sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna engum hafi áður dottið í hug að taka það fyrir. Í þessari annarri heimildarmynd hins margreynda kvikmyndatökumanns Jóns Karls Helgasonar ratast honum einmitt á einkar vel til fundið viðfangsefni. Ekki nóg með það heldur afrekar hann að setja það í víðara og enn áhugaverðara samhengi. Útgangspunktur myndarinnar er kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Það fór ekki mikið fyrir þessu kapphlaupi á sínum tíma - í það minnsta fór það að mestu fram hjá undirrituðum - og því þeim mun betur til fundið hjá Jóni Karli að ná að festa þessa atburðarás á filmu. Hann matreiðir hana líka á einlægan og grípandi máta og tekst ekki aðeins vel upp við að endurskapa þá miklu spennu sem ríkti á meðan á sundtilraunum stóð heldur varpar hann skýru ljósi á hversu gríðarlegt þrekvirki það er að synda yfir Ermarsundið. Þar býr Jón Karl bersýnilega vel að allri reynslunni en hann hefur komið sérlega víða við, allt í senn við gerð kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Inn í kapphlaupið um Ermarsundið tvinnar hann svo áhugaverð og vel viðeigandi brot úr sögu sundsins á Íslandi frá upphafi landnáms til samtímans; sviðsett og leikin innskot sem flest hver eru haganlega gerð. Á stöku stað rjúfa þau reyndar helst til of bratt og tefja meginframvinduna, einkum framan af, en þó aldrei meira en svo að myndin rígheldur frá upphafi til enda. Niðurstaða: Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni. Gagnrýni Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Sundið Leikstjórn og handrit Jón Karl Helgason. Sýnd í Bío Paradís. Eitt af aðalsmerkjum góðrar heimildarmyndar er vel til fundið viðfangsefni. Eitthvað sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna engum hafi áður dottið í hug að taka það fyrir. Í þessari annarri heimildarmynd hins margreynda kvikmyndatökumanns Jóns Karls Helgasonar ratast honum einmitt á einkar vel til fundið viðfangsefni. Ekki nóg með það heldur afrekar hann að setja það í víðara og enn áhugaverðara samhengi. Útgangspunktur myndarinnar er kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Það fór ekki mikið fyrir þessu kapphlaupi á sínum tíma - í það minnsta fór það að mestu fram hjá undirrituðum - og því þeim mun betur til fundið hjá Jóni Karli að ná að festa þessa atburðarás á filmu. Hann matreiðir hana líka á einlægan og grípandi máta og tekst ekki aðeins vel upp við að endurskapa þá miklu spennu sem ríkti á meðan á sundtilraunum stóð heldur varpar hann skýru ljósi á hversu gríðarlegt þrekvirki það er að synda yfir Ermarsundið. Þar býr Jón Karl bersýnilega vel að allri reynslunni en hann hefur komið sérlega víða við, allt í senn við gerð kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Inn í kapphlaupið um Ermarsundið tvinnar hann svo áhugaverð og vel viðeigandi brot úr sögu sundsins á Íslandi frá upphafi landnáms til samtímans; sviðsett og leikin innskot sem flest hver eru haganlega gerð. Á stöku stað rjúfa þau reyndar helst til of bratt og tefja meginframvinduna, einkum framan af, en þó aldrei meira en svo að myndin rígheldur frá upphafi til enda. Niðurstaða: Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni.
Gagnrýni Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira