Afbragðsgóð afmælisterta Trausti Júlíusson skrifar 18. október 2012 11:22 Stuðmenn í einu af mörgum ógleymanlegum atriðum Með allt á hreinu. Stuðmenn og Grýlurnar. Astralterta. Sena. Í ár eru liðin 30 ár frá því að kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd. Stuðmenn héldu upp á þau tímamót með frábærum tónleikum í Hörpu um daginn. Til að fagna afmælinu er líka komin út Astralterta, þriggja diska viðhafnarútgáfa (þriggja hæða afmælisterta) sem inniheldur myndina sjálfa, plötuna Með allt á hreinu endurhljóðblandaða og 15 laga aukadisk. Á honum eru lög úr myndinni sem ekki voru á plötunni og aðrar upptökur sem tengjast þessari vinsælu kvikmynd og gerð hennar. Bæði kvikmyndin og platan heppnuðust mjög vel. Stuðmenn duttu niður á einhverja töfrablöndu sem sótti bæði í þjóðlegar hefðir og alþjóðlega strauma og stefnur í popptónlist. Platan náði ekki síður miklum vinsældum heldur en myndin. Þetta er algjörlega skotheld poppplata. Það eru 14 lög á henni og að minnsta kosti 13 þeirra eru smellir sem hafa marghljómað í útvarpi. Það eru ekki margar íslenskar plötur sem getað státað af slíku. Þessi nýja útgáfa hljómar mjög vel og platan stendur alveg fyrir sínu 30 árum seinna. Það er auðvitað möguleiki á að einhver hafi heyrt þessi lög alveg nógu oft, en sá hinn sami ætti þá að fagna "Gubbinu", aukaplötunni í Astraltertukassanum. Eins og áður segir eru 15 lög á henni. Þarna eru lög úr myndinni sem ekki náðu á plötuna, t.d. ÚFÓ, Kynningarlagið, Við erum búnir að meika það og Grýlulagið Valur og jarðaberjamaukið hans (Hvað er að ske?). Þarna eru líka upptökur sem ekki rötuðu í myndina. Þar á meðal eru upprunalegu útgáfurnar af Svaraðu í símann Frímann og Taktu til við að tvista og lögin Í kvöld og Hjalti hörkutól. Það síðastnefnda var seinna endurunnið sem lagið Moscow, Moscow af hljómsveitinni Strax, útrásardeild Stuðmanna. Á plötunni er líka lagið Með allt á hreinu eftir Sigurð Bjólu. Frábært lag sem gleymdist við gerð myndarinnar. Þarna er líka prufuupptakan af Úti í eyjum sem var send Þjóðhátíðarnefnd, en nefndin hafnaði laginu í upphafi. Þó að þetta sé aukaefni þá eru mörg þessara laga fyrsta flokks og sum ólík öðru í pakkanum, t.d. hið stórgóða rokklag Æði. Astraltertunni fylgir 36 síðna bæklingur með söngtextunum, ljósmyndum og stuttum texta um tilurð hvers lags. Skemmtileg lesning, eins og við var að búast. Um lagið Örlög mín segir t.d. þetta: "Upphaflega samið fyrir Hauk Morthens til að flytja í Með allt á hreinu. Haukur afþakkaði boðið en stakk upp á því að kvikmyndahandritinu yrði gjörbreytt og það látið fjalla alfarið um sigurgöngu Hauks Morthens í Rússlandi. Stuðmenn afþökkuðu pent." Á heildina litið er þetta hreint frábær pakki. Tvær plötur með þessari sígildu og fjölbreyttu popptónlist og kvikmyndin sjálf í kaupbæti! Niðurstaða: Djúsí terta bökuð af Stuðmönnum og Grýlunum. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Stuðmenn og Grýlurnar. Astralterta. Sena. Í ár eru liðin 30 ár frá því að kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd. Stuðmenn héldu upp á þau tímamót með frábærum tónleikum í Hörpu um daginn. Til að fagna afmælinu er líka komin út Astralterta, þriggja diska viðhafnarútgáfa (þriggja hæða afmælisterta) sem inniheldur myndina sjálfa, plötuna Með allt á hreinu endurhljóðblandaða og 15 laga aukadisk. Á honum eru lög úr myndinni sem ekki voru á plötunni og aðrar upptökur sem tengjast þessari vinsælu kvikmynd og gerð hennar. Bæði kvikmyndin og platan heppnuðust mjög vel. Stuðmenn duttu niður á einhverja töfrablöndu sem sótti bæði í þjóðlegar hefðir og alþjóðlega strauma og stefnur í popptónlist. Platan náði ekki síður miklum vinsældum heldur en myndin. Þetta er algjörlega skotheld poppplata. Það eru 14 lög á henni og að minnsta kosti 13 þeirra eru smellir sem hafa marghljómað í útvarpi. Það eru ekki margar íslenskar plötur sem getað státað af slíku. Þessi nýja útgáfa hljómar mjög vel og platan stendur alveg fyrir sínu 30 árum seinna. Það er auðvitað möguleiki á að einhver hafi heyrt þessi lög alveg nógu oft, en sá hinn sami ætti þá að fagna "Gubbinu", aukaplötunni í Astraltertukassanum. Eins og áður segir eru 15 lög á henni. Þarna eru lög úr myndinni sem ekki náðu á plötuna, t.d. ÚFÓ, Kynningarlagið, Við erum búnir að meika það og Grýlulagið Valur og jarðaberjamaukið hans (Hvað er að ske?). Þarna eru líka upptökur sem ekki rötuðu í myndina. Þar á meðal eru upprunalegu útgáfurnar af Svaraðu í símann Frímann og Taktu til við að tvista og lögin Í kvöld og Hjalti hörkutól. Það síðastnefnda var seinna endurunnið sem lagið Moscow, Moscow af hljómsveitinni Strax, útrásardeild Stuðmanna. Á plötunni er líka lagið Með allt á hreinu eftir Sigurð Bjólu. Frábært lag sem gleymdist við gerð myndarinnar. Þarna er líka prufuupptakan af Úti í eyjum sem var send Þjóðhátíðarnefnd, en nefndin hafnaði laginu í upphafi. Þó að þetta sé aukaefni þá eru mörg þessara laga fyrsta flokks og sum ólík öðru í pakkanum, t.d. hið stórgóða rokklag Æði. Astraltertunni fylgir 36 síðna bæklingur með söngtextunum, ljósmyndum og stuttum texta um tilurð hvers lags. Skemmtileg lesning, eins og við var að búast. Um lagið Örlög mín segir t.d. þetta: "Upphaflega samið fyrir Hauk Morthens til að flytja í Með allt á hreinu. Haukur afþakkaði boðið en stakk upp á því að kvikmyndahandritinu yrði gjörbreytt og það látið fjalla alfarið um sigurgöngu Hauks Morthens í Rússlandi. Stuðmenn afþökkuðu pent." Á heildina litið er þetta hreint frábær pakki. Tvær plötur með þessari sígildu og fjölbreyttu popptónlist og kvikmyndin sjálf í kaupbæti! Niðurstaða: Djúsí terta bökuð af Stuðmönnum og Grýlunum.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira