Salmon Tails hætt með Mýrarkvísl - áin í útboð 19. október 2012 01:59 Mýrarkvísl rennur í Laxá í Aðaldal. Mynd / Trausti Hafliðason Mýrarkvísl í Reykjahverfi verður fljótlega boðin út en veiðiréttarhafar og leigutakinn Salmon Tails slitu samstarfinu í byrjun sumars. Samkvæmt formanni veiðifélags Mýrarkvíslar mun áin fara í útboð von bráðar að því er fram kemur á vefsíðunni veida.is. Það er ekki nema ríflega eitt og hálft ár síðan Salmon Tails skrifaði undir sjö ára samning við veiðifélagið en samkvæmt honum átti félagið að vera með ána á leigu til ársins 2017. Vegna mismundi túlkunar samningsaðila á ákvæði í samningnum um nýtt veiðihús var samstarfinu slitið fyrr í sumar. Salmon Tails er sem fyrr með eina af perlum íslenskra laxveiðiáa á leigu - Laxá á Ásum. Veitt hefur verið á þrjár stangir í Mýrarkvísl og mest á flugu þó maðkur hafi verið leyfður á einu af þremur svæðum árinnar. „Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal," segir á vefsíðu veida.is „Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Aðalfundur SVFR Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði
Mýrarkvísl í Reykjahverfi verður fljótlega boðin út en veiðiréttarhafar og leigutakinn Salmon Tails slitu samstarfinu í byrjun sumars. Samkvæmt formanni veiðifélags Mýrarkvíslar mun áin fara í útboð von bráðar að því er fram kemur á vefsíðunni veida.is. Það er ekki nema ríflega eitt og hálft ár síðan Salmon Tails skrifaði undir sjö ára samning við veiðifélagið en samkvæmt honum átti félagið að vera með ána á leigu til ársins 2017. Vegna mismundi túlkunar samningsaðila á ákvæði í samningnum um nýtt veiðihús var samstarfinu slitið fyrr í sumar. Salmon Tails er sem fyrr með eina af perlum íslenskra laxveiðiáa á leigu - Laxá á Ásum. Veitt hefur verið á þrjár stangir í Mýrarkvísl og mest á flugu þó maðkur hafi verið leyfður á einu af þremur svæðum árinnar. „Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal," segir á vefsíðu veida.is „Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Aðalfundur SVFR Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði