Semur texta fyrir synina 3. október 2012 10:10 Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ég hef alltaf staðið í því að yrkja, þetta er ekkert nýtt," segir Einar Georg Einarsson sem komist hefur í sviðsljósið undanfarið vegna textagerðar á plötum sona sinna Ásgeirs Trausta og Þorsteins í Hjálmum. Fyrsta plata þess fyrrnefnda, Dýrð í dauðaþögn, hefur slegið rækilega í gegn og trónað nokkrar vikur í röð á toppi Tónlistans. "Á sínum tíma gerði ég mikið af textum fyrir Óðin G. Þórarinsson og þjóðlagasveit sem kallaði sig Mýbit og fleiri. Árum saman var ég svo veislustjóri hjá ýmsum aðilum og flutti þá gjarnan frumsamið efni," segir Einar Georg og útskýrir aðspurður að sjálfur hafi hann ekkert gefið út af efni. "Nei, ekki enn. Ég var reyndar einhvern tímann búinn að taka saman efni í ljóðabók og ganga frá henni til útgáfu, en svo var ég bara ekkert ánægður með hana þannig að ég hætti við það." Við leit á Google kemur í ljós að Einar Georg var einn höfunda áramótaskaupsins í Sjónvarpinu 1979 en hann segir það þó alls ekki hafa verið einsdæmi. "Áður en það kom til hafði ég verið mjög mikið í útvarpinu og samið áramótaskaup þar ásamt Jónasi Jónassyni og fleirum í mörg ár. Það voru alveg fullkomin áramótaskaup þótt grínið sæist ekki og var löngu komin hefð fyrir því áður en sjónvarpið kom. Þeir héldu bara þessari hefð áfram." Einar Georg er íslenskukennari og hefur kennt víða um land, auk þess að vera skólastjóri á nokkrum stöðum. Hann býr nú á Laugarbakka í Miðfirði þar sem hann kenndi í sjö ár þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Hefur hann einbeitt sér meira að yrkingunum síðan hann hætti að kenna? "Ég er mikið í því að skrifa og yrkja, en það fer bara ofan í skúffuna," segir hann og hlær við. "En ég stefni á að gefa út bók á næsta ári og hef undanfarið einbeitt mér að því að yrkja í hana." Spurður hvort synirnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti hafi tónlistargáfuna frá pabba sínum telur Einar Georg aldrei gott að segja hvaðan fólk hafi hæfileika. "Ég hef auðvitað sungið eigið efni þegar ég hef verið veislustjóri og samið nokkur lög fyrir kóra, þannig að kannski á ég einhvern þátt í því hvaða braut þeir fetuðu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira