Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. október 2012 08:15 Veiðiparadísin Þingvallavatn er að breyta um ásýnd vegna niturmengunar og ásóknar þörunga. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Staðfestar vísbendingar eru um að magn þörunga sé að aukast í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í vöktunarskýrslu fyrir árið 2011. Með þessu minnkar tærleiki vatnsins. Í fundargerð Þingvallanefndar kemur fram að Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðasvörður hafi hitt Hilmar Malmquist, forstöðumann Náttúrustofu Kópavogs, um miðjan ágúst. "Þingvallavatn hefur verið í flokki A yfir hreinleika og skyggni en hluti mælinga fellur á árinu 2011 í flokk B. Í skýrsludrögum sem Umhverfisstofnun hefur unnið kemur einnig fram að nitur hefur aukist og er töluvert meira í vatninu og á vatnasvæðinu en áður var talið," segir um fund Álfheiðar og Ólafs með Hilmari. Þá kemur fram að eftir að nýi Gjábakkavegurinn var tekinn í notkun sé mikil í gegnum þjóðgarðinn og hún aukist stöðugt: "Umferðin er mest þegar þurrt er, en mælingar á mengun fara einungis fram þegar rignir. Í framhaldi af erindi formanns síðastliðið haust til umhverfisráðuneytis verður boðað til nýs fundar á næstunni til að fara yfir mælingar á nitri frá umferðinni sem hefur margfaldast." Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Staðfestar vísbendingar eru um að magn þörunga sé að aukast í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í vöktunarskýrslu fyrir árið 2011. Með þessu minnkar tærleiki vatnsins. Í fundargerð Þingvallanefndar kemur fram að Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðasvörður hafi hitt Hilmar Malmquist, forstöðumann Náttúrustofu Kópavogs, um miðjan ágúst. "Þingvallavatn hefur verið í flokki A yfir hreinleika og skyggni en hluti mælinga fellur á árinu 2011 í flokk B. Í skýrsludrögum sem Umhverfisstofnun hefur unnið kemur einnig fram að nitur hefur aukist og er töluvert meira í vatninu og á vatnasvæðinu en áður var talið," segir um fund Álfheiðar og Ólafs með Hilmari. Þá kemur fram að eftir að nýi Gjábakkavegurinn var tekinn í notkun sé mikil í gegnum þjóðgarðinn og hún aukist stöðugt: "Umferðin er mest þegar þurrt er, en mælingar á mengun fara einungis fram þegar rignir. Í framhaldi af erindi formanns síðastliðið haust til umhverfisráðuneytis verður boðað til nýs fundar á næstunni til að fara yfir mælingar á nitri frá umferðinni sem hefur margfaldast."
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði