Stangveiði í Skotlandi með besta móti Svavar Hávarðsson skrifar 23. september 2012 13:00 Áin Dee í Skotlandi er stórkostlegt veiðivatn með mikla sögu. Myndirnar með fréttinni voru teknar á svæðinu Blair sem er um sjö kílómetra frá borginni Aberdeen. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Lax- og sjóbirtingsveiði í Skotlandi var með besta móti í fyrrasumar, eins og niðurstöður Veiðimálastofnunar Skota sýna fram á. Hins vegar er netaveiði á hverfanda hveli. Niðurstöðurnar sýna að 87.915 laxar veiddust á stöng í Skotlandi – sem er sjötta besta ár í sögu laxveiða í Skotlandi frá því byrjað var að halda saman tölfræði um veiði þar í landi. Veiðin er 98% af meðalveiði síðustu fimm ára. Á land komu því til viðbótar 23.324 sjóbirtingar. Eins sýnir tölfræðin að veiða/sleppa fyrirkomulagið í Skotlandi er að ná sífellt betri fótfestu en 73% af öllum laxi var sleppt árið 2011; 91% af vorveiddum laxi og 70% af öllum sjóbirtingi var sleppt. Laxveiði í net var ein sú minnsta í sögu veiða í Skotlandi frá því byrjað var að skrá slíka tölfræði árið 1952 eða innan við 5% af því sem var mest veitt á tímabilinu. Sjóbirtingsveiði í net er enn minni eða innan við 3% af þeirri veiði sem tíðkaðist þegar mest var veitt í net. Rétt er að horfa til Íslands til að fá samanburð á þessum tölum frá Skotlandi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng árið 2011 en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010.Um veiðina á Íslandi, þar á meðal á silungi, má lesa í smáatriðum í frétt Veiðivísis frá 1. júní 2012. svavar@frettabladid.ismynd/Björgólfur Hávarðsson Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Lax- og sjóbirtingsveiði í Skotlandi var með besta móti í fyrrasumar, eins og niðurstöður Veiðimálastofnunar Skota sýna fram á. Hins vegar er netaveiði á hverfanda hveli. Niðurstöðurnar sýna að 87.915 laxar veiddust á stöng í Skotlandi – sem er sjötta besta ár í sögu laxveiða í Skotlandi frá því byrjað var að halda saman tölfræði um veiði þar í landi. Veiðin er 98% af meðalveiði síðustu fimm ára. Á land komu því til viðbótar 23.324 sjóbirtingar. Eins sýnir tölfræðin að veiða/sleppa fyrirkomulagið í Skotlandi er að ná sífellt betri fótfestu en 73% af öllum laxi var sleppt árið 2011; 91% af vorveiddum laxi og 70% af öllum sjóbirtingi var sleppt. Laxveiði í net var ein sú minnsta í sögu veiða í Skotlandi frá því byrjað var að skrá slíka tölfræði árið 1952 eða innan við 5% af því sem var mest veitt á tímabilinu. Sjóbirtingsveiði í net er enn minni eða innan við 3% af þeirri veiði sem tíðkaðist þegar mest var veitt í net. Rétt er að horfa til Íslands til að fá samanburð á þessum tölum frá Skotlandi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng árið 2011 en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010.Um veiðina á Íslandi, þar á meðal á silungi, má lesa í smáatriðum í frétt Veiðivísis frá 1. júní 2012. svavar@frettabladid.ismynd/Björgólfur Hávarðsson
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði