Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF 23. september 2012 07:00 Ný bók eftir Adrian Latimer. Myndin á kápunni er af Ægissíðufossi í Ytri-Rangá. Ný bók á ensku um lax- og silungsveiði á Íslandi er komin út. Allur ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna. Bókin "Fire & Ice: Fly Fishing Through Iceland", sem skrifuð er af Bretanum Adrian Latimer, fjallar um lax- og silungsveiði á Íslandi. Latimer er hugfanginn af landi og þjóð en hann kom fyrst til Íslands árið 1995 og síðan þá hefur hann komið tvisvar á ári til að veiða. Árið 2003 gaf hann út bókina "Northern Tails: An Icelandic Fishing Odyssey" en nýja bókin byggir einmitt að hluta til á henni. Bókin er ríflega 300 blaðsíður og í henni er fjallað um fjölmargar ár, en einnig ýmislegt annað tengt veiðinni. Allur ágóðinn af sölu bókurinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF - North Atlantic Salmon Fund) og Verndarsjóðs villtra silunga (The Wild Trout Trust). Orri Vigfússon, formaður NASF, skrifar inngang að bókinni.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði
Ný bók á ensku um lax- og silungsveiði á Íslandi er komin út. Allur ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna. Bókin "Fire & Ice: Fly Fishing Through Iceland", sem skrifuð er af Bretanum Adrian Latimer, fjallar um lax- og silungsveiði á Íslandi. Latimer er hugfanginn af landi og þjóð en hann kom fyrst til Íslands árið 1995 og síðan þá hefur hann komið tvisvar á ári til að veiða. Árið 2003 gaf hann út bókina "Northern Tails: An Icelandic Fishing Odyssey" en nýja bókin byggir einmitt að hluta til á henni. Bókin er ríflega 300 blaðsíður og í henni er fjallað um fjölmargar ár, en einnig ýmislegt annað tengt veiðinni. Allur ágóðinn af sölu bókurinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF - North Atlantic Salmon Fund) og Verndarsjóðs villtra silunga (The Wild Trout Trust). Orri Vigfússon, formaður NASF, skrifar inngang að bókinni.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði