Franska ekkjan, sæljónið og kreppubarðir Íslendingar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 28. september 2012 09:47 Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman. Sólveig Anspach hefur á farsælum og fjölbreyttum ferli sýnt að hún hefur gott lag á ljúfsáru, tilfinningasömu og gráglettnu gríni. Frásagnarháttur hennar er oftar en ekki frjálslegur, sveimkenndur og absúrdískur á köflum. Karakterar óútreiknanlegir og uppátækjasamir en alltaf uppteknir af því að lifa lífinu og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, hversu fábrotið sem það kann stundum að vera. Þetta er bóhemísk og hippaleg sýn og býsna hressandi sem slík. Þessi voru einkenni "íslensku" myndar hennar Skrapp út og hér má segja að hún haldi áfram sem frá var horfið, því ljóðskáldið Anna (Didda) er aftur mætt til leiks, nú komin til Frakklands. Ólíkindatólið sem hún er þá er Anna að sjálfsögðu búin að koma sér í bobba, er strandaglópur ásamt Úlfi syni sínum (Úlfur) því íslenska flugfélagið er farið á hausinn og kreppan í algleymingi heima á Íslandi. Hún hittir fyrir unga syrgjandi ekkju og sníkir hjá henni gistingu. Takast með þeim góð kynni og kemur á daginn að þessir skrautlegu Íslendingar, nágrannarnir og lítið krúttlegt sæljón, voru nákvæmlega það sem ekkjan þurfti á að halda til að vinna úr sorginni og koma lífi sínu aftur í rétt horf. Það leynir sér ekki hversu gaman Sólveig hefur hér að því að leika með og bera saman ólík þjóðareinkenni Frakka og Íslendinga og kryfja kannski um leið sinn eigin persónuleika, verandi íslenskur Parísarbúi. Þótt myndin sé á köflum æði hæggeng og sundurleit þá er hún alltaf þægileg áhorfs og áreynslulaus, með velvilja og jákvæða strauma að leiðarljósi. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman. Sólveig Anspach hefur á farsælum og fjölbreyttum ferli sýnt að hún hefur gott lag á ljúfsáru, tilfinningasömu og gráglettnu gríni. Frásagnarháttur hennar er oftar en ekki frjálslegur, sveimkenndur og absúrdískur á köflum. Karakterar óútreiknanlegir og uppátækjasamir en alltaf uppteknir af því að lifa lífinu og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, hversu fábrotið sem það kann stundum að vera. Þetta er bóhemísk og hippaleg sýn og býsna hressandi sem slík. Þessi voru einkenni "íslensku" myndar hennar Skrapp út og hér má segja að hún haldi áfram sem frá var horfið, því ljóðskáldið Anna (Didda) er aftur mætt til leiks, nú komin til Frakklands. Ólíkindatólið sem hún er þá er Anna að sjálfsögðu búin að koma sér í bobba, er strandaglópur ásamt Úlfi syni sínum (Úlfur) því íslenska flugfélagið er farið á hausinn og kreppan í algleymingi heima á Íslandi. Hún hittir fyrir unga syrgjandi ekkju og sníkir hjá henni gistingu. Takast með þeim góð kynni og kemur á daginn að þessir skrautlegu Íslendingar, nágrannarnir og lítið krúttlegt sæljón, voru nákvæmlega það sem ekkjan þurfti á að halda til að vinna úr sorginni og koma lífi sínu aftur í rétt horf. Það leynir sér ekki hversu gaman Sólveig hefur hér að því að leika með og bera saman ólík þjóðareinkenni Frakka og Íslendinga og kryfja kannski um leið sinn eigin persónuleika, verandi íslenskur Parísarbúi. Þótt myndin sé á köflum æði hæggeng og sundurleit þá er hún alltaf þægileg áhorfs og áreynslulaus, með velvilja og jákvæða strauma að leiðarljósi.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira