Vasadiskó kveður X-ið 977 Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. september 2012 11:17 Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira