Hróarslækur kominn yfir 100 laxa 10. september 2012 13:05 Kastað á fallega breiðu í Hróarslæk rétt neðan þjóðvegar. Mynd/Trausti Veiðin fór seint af stað í Hróarslæk þetta sumarið. Lítið sást af laxi fyrr en undir lok júlí mánaðar. Síðan þá hefur hins vegar ræst nokkuð úr og hafa veiðst rúmlega 100 laxar í læknum þetta sumarið. Reikna má með að lokatala sumarsins eigi eftir að hækka talsvert, enda lýkur veiðitímabilinu í Hróarslæk ekki fyrr en 10. október. Frá þessu segir á agn.is þar sem skoða má lausa daga í Hróanum. Miklir vatnavextir voru í ánni eftir rigningarnar um og eftir helgina síðustu og áin mikið lituð. Ekki er loku fyrir það skotið að laxinn hafi nýtt tækifærið í flóðavatninu til að dreifa sér um ána. Ef það gengur eftir má reikna með líflegum haustdögum í Hróanum, alla vega þegar norðan bálinu slotar þegar líður á vikuna. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Veiðin fór seint af stað í Hróarslæk þetta sumarið. Lítið sást af laxi fyrr en undir lok júlí mánaðar. Síðan þá hefur hins vegar ræst nokkuð úr og hafa veiðst rúmlega 100 laxar í læknum þetta sumarið. Reikna má með að lokatala sumarsins eigi eftir að hækka talsvert, enda lýkur veiðitímabilinu í Hróarslæk ekki fyrr en 10. október. Frá þessu segir á agn.is þar sem skoða má lausa daga í Hróanum. Miklir vatnavextir voru í ánni eftir rigningarnar um og eftir helgina síðustu og áin mikið lituð. Ekki er loku fyrir það skotið að laxinn hafi nýtt tækifærið í flóðavatninu til að dreifa sér um ána. Ef það gengur eftir má reikna með líflegum haustdögum í Hróanum, alla vega þegar norðan bálinu slotar þegar líður á vikuna. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði