Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2012 11:57 Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur. Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur.
Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira