Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2012 09:15 Bjarnarfoss var gjöfull um helgina. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd. Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd.
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði