Helgaruppskriftin - Nautaframfile með parmesan 7. september 2012 10:00 Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari. Gunnar Már einkaþjálfari og shape-námskeiðshaldari á Nordicaspa hefur starfað sem heilsuráðgjafi í 20 ár en hin frægu námskeið hans byrja aftur næstkomandi þriðjudag. Gunnar er sælkeri og deilir hér flottri uppskrift með Lífinu. Ég er mikið fyrir að borða góðan mat en eins og flestir er ég ekki tilbúinn borða bragðlaust og einhæft fæði þó svo að ég sé með hollustuna að leiðarljósi. Lykillinn að línunum er að skera niður sykur og verulega kolvetni en þessi efni hafa mikil áhrif á blóðsykurinn og þar með insúlínið og þar með fitusöfnun. Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds og er matreiddur einu sinni í viku á mínu heimili. Ég smakkaði hann fyrst hjá tengdamóður minni sem er listakokkur. Þetta er fullkominn matur fyrir minn lífsstíl þar sem bragð og ferskleiki er í fyrirrúmi. Ekki má gleyma að þetta er ekkert bras og tekur u.þ.b. 4 mínútur að gera sem mér finnst lykilatriði.Nautaframfile með parmesan og klettasalatiNautaframfile (einstaklega budduvænt og meyrt en auðvitað má taka lundina í þetta)Ferskur niðurrifinn eða raspaður parmesanosturFerskt klettasalatSmjörÓlífuolía (notið hérna gæðaolíu, jafnvel með basilíku)Salt og pipar Steikið kjötið upp úr lítilli klípu af smjöri. Skerðu þunnar sneiðar og hafðu þetta svona í mínútusteikarstílnum. Síðan er sett ofan á hverja sneið smá salt, gjarnan vel af pipar, parmesanosturinn og vel af klettasalatinu og síðan er ólífuolíunni dreift yfir allt saman. Þar sem rauðvín inniheldur aðeins 0.9 gr per 100 ml er ekki úr vegi að fá sér lítið glas af því með. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Gunnar Már einkaþjálfari og shape-námskeiðshaldari á Nordicaspa hefur starfað sem heilsuráðgjafi í 20 ár en hin frægu námskeið hans byrja aftur næstkomandi þriðjudag. Gunnar er sælkeri og deilir hér flottri uppskrift með Lífinu. Ég er mikið fyrir að borða góðan mat en eins og flestir er ég ekki tilbúinn borða bragðlaust og einhæft fæði þó svo að ég sé með hollustuna að leiðarljósi. Lykillinn að línunum er að skera niður sykur og verulega kolvetni en þessi efni hafa mikil áhrif á blóðsykurinn og þar með insúlínið og þar með fitusöfnun. Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds og er matreiddur einu sinni í viku á mínu heimili. Ég smakkaði hann fyrst hjá tengdamóður minni sem er listakokkur. Þetta er fullkominn matur fyrir minn lífsstíl þar sem bragð og ferskleiki er í fyrirrúmi. Ekki má gleyma að þetta er ekkert bras og tekur u.þ.b. 4 mínútur að gera sem mér finnst lykilatriði.Nautaframfile með parmesan og klettasalatiNautaframfile (einstaklega budduvænt og meyrt en auðvitað má taka lundina í þetta)Ferskur niðurrifinn eða raspaður parmesanosturFerskt klettasalatSmjörÓlífuolía (notið hérna gæðaolíu, jafnvel með basilíku)Salt og pipar Steikið kjötið upp úr lítilli klípu af smjöri. Skerðu þunnar sneiðar og hafðu þetta svona í mínútusteikarstílnum. Síðan er sett ofan á hverja sneið smá salt, gjarnan vel af pipar, parmesanosturinn og vel af klettasalatinu og síðan er ólífuolíunni dreift yfir allt saman. Þar sem rauðvín inniheldur aðeins 0.9 gr per 100 ml er ekki úr vegi að fá sér lítið glas af því með.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira