Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu 23. ágúst 2012 02:09 Nils Folmer Jörgensen með 101 sentímetra hæng í Hrútafjarðará. Mynd / Strengir Nils Folmer Jörgensen er einkar lunkinn veiðimaður og "stórlaxabani". Á vefsíðu Strengja er nú myndband af því þegar hann landaði nokkrum risum í Hrútafjarðará. Um síðustu helgi, nánar tiltekið á einni kvöldvakt og broti af morgunvakt, náði hann fimm löxum. Fjórir af þeim voru stórlaxar, 85, 94, 97 og 101 sentímetri að lengd. Myndbandið má sjá hér. Í gær kom síðan 97 sentímetra lax á land í Sírus en um síðustu helgi lét Nils einmitt hafa það eftir sér að líklega væru svona 30 laxar í þeim hyl. Alls eru 95 laxar komnir á landi í Hrútu en samkvæmt vef Strengja vantar smálaxinn í ána. Þannig er reyndar staðan í mörgum ám víða um land. Eins og áður sagði er Nils lunkinn veiðimaður. Veiðivísir hefur nokkrum sinnum sagt frá veiðiferðum hans eins og lesa má hér:Risaurriði í Minnivallalæk.108 sentímetra lax í Vatnsdalsá. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði
Nils Folmer Jörgensen er einkar lunkinn veiðimaður og "stórlaxabani". Á vefsíðu Strengja er nú myndband af því þegar hann landaði nokkrum risum í Hrútafjarðará. Um síðustu helgi, nánar tiltekið á einni kvöldvakt og broti af morgunvakt, náði hann fimm löxum. Fjórir af þeim voru stórlaxar, 85, 94, 97 og 101 sentímetri að lengd. Myndbandið má sjá hér. Í gær kom síðan 97 sentímetra lax á land í Sírus en um síðustu helgi lét Nils einmitt hafa það eftir sér að líklega væru svona 30 laxar í þeim hyl. Alls eru 95 laxar komnir á landi í Hrútu en samkvæmt vef Strengja vantar smálaxinn í ána. Þannig er reyndar staðan í mörgum ám víða um land. Eins og áður sagði er Nils lunkinn veiðimaður. Veiðivísir hefur nokkrum sinnum sagt frá veiðiferðum hans eins og lesa má hér:Risaurriði í Minnivallalæk.108 sentímetra lax í Vatnsdalsá. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði