Uppskrift vikunnar - heimalagað jurtate að hætti Önnu Rósu grasalæknis 10. ágúst 2012 13:00 Anna Rósa, grasalæknir Anna Rósa grasalæknir bætti á dögunum við fjórum nýjum vörutegundum í línuna sína og mun einmitt kynna þær á handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um helgina. „Nýju vörurnar mínar eru burnirót í tinktúru (sem er algjör nýjung á Íslandi) en hún er sérstaklega góð til að styrkja taugakerfið, við kvíða, depurð, álagi, einbeitingarskorti og orkuleysi og svo má ekki gleyma að hún er líka talin góð við getuleysi. Svo er ég líka með vöðva- og gigtarolíu sem ég hef verið að þróa í samstarfi við gigtarsjúklinga og svo líka bóluhreinsi fyrir unglingana og slakandi nudd- og húðolíu." Te við magabólgum og brjóstsviða Anna Rósa deilir hér með okkur uppskrift af heimalöguðu tei gegn magabólgum og brjóstsviða en enn þá er hægt að tína bæði vallhumal, mjaðjurt og fjallagrös í það. 2 msk. mjaðjurt 1 msk. vallhumall 1 msk. blóðberg eða fjallagrös Jurtirnar eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag. Matur Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið
Anna Rósa grasalæknir bætti á dögunum við fjórum nýjum vörutegundum í línuna sína og mun einmitt kynna þær á handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um helgina. „Nýju vörurnar mínar eru burnirót í tinktúru (sem er algjör nýjung á Íslandi) en hún er sérstaklega góð til að styrkja taugakerfið, við kvíða, depurð, álagi, einbeitingarskorti og orkuleysi og svo má ekki gleyma að hún er líka talin góð við getuleysi. Svo er ég líka með vöðva- og gigtarolíu sem ég hef verið að þróa í samstarfi við gigtarsjúklinga og svo líka bóluhreinsi fyrir unglingana og slakandi nudd- og húðolíu." Te við magabólgum og brjóstsviða Anna Rósa deilir hér með okkur uppskrift af heimalöguðu tei gegn magabólgum og brjóstsviða en enn þá er hægt að tína bæði vallhumal, mjaðjurt og fjallagrös í það. 2 msk. mjaðjurt 1 msk. vallhumall 1 msk. blóðberg eða fjallagrös Jurtirnar eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag.
Matur Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið