Hörgá: Ógleymanlegt augnablik Svavar Hávarðsson skrifar 12. ágúst 2012 18:47 Þessi bleikja er vel væn, um það blandast ekki nokkrum manni hugur. Þær finnast margar svona í Hörgá. Mynd/Guðrún Kristófersdóttir Það má með sanni segja að Guðrún Kristófersdóttir hafi náð að fanga augnablikið þegar hún náði stórbrotinni ljósmynd af stökkvandi sjóbleikju á svæði 5a í Hörgá fyrir skemmstu. Veiðivísir fékk góðfúslegt leyfi til að birta myndina sem sýnir margt af því besta við að standa á bakka veiðivatns á Íslandi. Á heimasíðu SVAK segir að sjóbleikjan í Hörgá sækir langt uppá dal til að hrygna og hún þarf að yfirstíga ýmsar hindranir á leið sinni þangað. Fossinn fyrir ofan Bægisárhyl er t.d ekki alltaf greiðfær og þess vegna safnast oft mikið af bleikju í Bægisárhylnum sjálfum, en hann er einn af vinsælastu veiðistöðum í ánni. Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 1-2 pund en þær þyngstu eru um 6 pund. Bleikjan gengur langt fram fyrir Bakkasel í Öxnadal, að Básfossi í Hörgárdal og að Byrgisfossi í Myrká sem er neðstur þriggja fossa í mynni Myrkárdals. Í lok ágúst og frameftir hausti gengur ókynþroska smábleikja í Hörgá, oft í stórum torfum. Fyrr á árum voru gerðar tilraunir til þess að rækta upp laxastofn í Hörgá en þær skiluðu ekki árangri. Einungis örfáir laxar veiðast á hverju ári. Fiskrækt hefur ekki verið stunduð í áratugi en reynt er að stemma stigu við sel, mink og veiðiþjófum með veiðum og eftirliti í samstarfi við sveitarfélögin. Eftir stendur að áin er ein sú besta þegar kemur að silungsveiði.Hér má finna afburða góðar upplýsingar um veiðisvæðið, náttúrufar og veiðileyfi á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði
Það má með sanni segja að Guðrún Kristófersdóttir hafi náð að fanga augnablikið þegar hún náði stórbrotinni ljósmynd af stökkvandi sjóbleikju á svæði 5a í Hörgá fyrir skemmstu. Veiðivísir fékk góðfúslegt leyfi til að birta myndina sem sýnir margt af því besta við að standa á bakka veiðivatns á Íslandi. Á heimasíðu SVAK segir að sjóbleikjan í Hörgá sækir langt uppá dal til að hrygna og hún þarf að yfirstíga ýmsar hindranir á leið sinni þangað. Fossinn fyrir ofan Bægisárhyl er t.d ekki alltaf greiðfær og þess vegna safnast oft mikið af bleikju í Bægisárhylnum sjálfum, en hann er einn af vinsælastu veiðistöðum í ánni. Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 1-2 pund en þær þyngstu eru um 6 pund. Bleikjan gengur langt fram fyrir Bakkasel í Öxnadal, að Básfossi í Hörgárdal og að Byrgisfossi í Myrká sem er neðstur þriggja fossa í mynni Myrkárdals. Í lok ágúst og frameftir hausti gengur ókynþroska smábleikja í Hörgá, oft í stórum torfum. Fyrr á árum voru gerðar tilraunir til þess að rækta upp laxastofn í Hörgá en þær skiluðu ekki árangri. Einungis örfáir laxar veiðast á hverju ári. Fiskrækt hefur ekki verið stunduð í áratugi en reynt er að stemma stigu við sel, mink og veiðiþjófum með veiðum og eftirliti í samstarfi við sveitarfélögin. Eftir stendur að áin er ein sú besta þegar kemur að silungsveiði.Hér má finna afburða góðar upplýsingar um veiðisvæðið, náttúrufar og veiðileyfi á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði