Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi 17. ágúst 2012 14:15 Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur. Myndbandið er gert af þeim Helga Jóhannssyni leikstjóra, Atla Viðari Þorsteinssyni framleiðanda og Hrafni Garðarssyni tökumanni. Saman hafa þeir gert tónlistarmyndbönd sem hafa vakið athygli bæði hér heima og erlendis, til dæmis Drama með Tilbury og Supertime með Berndsen, eitt vinsælasta íslenska tónlistarmyndband síðustu ára. Lagið What Are You Waiting For? hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu mánuði. Það er af fjórðu breiðskífu Diktu, Trust Me, sem kom út á Íslandi í fyrra. Platan kemur út víða í Evrópu á næstunni og mun þetta glæsilega myndband án efa styðja vel við útgáfuna. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur. Myndbandið er gert af þeim Helga Jóhannssyni leikstjóra, Atla Viðari Þorsteinssyni framleiðanda og Hrafni Garðarssyni tökumanni. Saman hafa þeir gert tónlistarmyndbönd sem hafa vakið athygli bæði hér heima og erlendis, til dæmis Drama með Tilbury og Supertime með Berndsen, eitt vinsælasta íslenska tónlistarmyndband síðustu ára. Lagið What Are You Waiting For? hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu mánuði. Það er af fjórðu breiðskífu Diktu, Trust Me, sem kom út á Íslandi í fyrra. Platan kemur út víða í Evrópu á næstunni og mun þetta glæsilega myndband án efa styðja vel við útgáfuna.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira