Drakk tekíla með bleikjunni 18. ágúst 2012 15:07 Ben Stiller Grínleikarinn og ofurstjarnan Ben Stiller gerði sér dagamun í gærkvöldi og heimsótti veitingastaðinn Rub 23 á Aðalstrætinu. Samkvæmt heimildum Vísis vakti hann töluverða athygli inni á staðnum og sóttist fólk nokkuð í að fá eiginhandaráritun frá kappanum. Þjónar staðarins tryggðu honum og förunauti hans frið frá öðrum gestum staðarins. Konan var að líkindum aðstoðarmaður Stillers samkvæmt sjónarvottum. Stjarnan pantaði sér bleikjuna til þess að borða. Í stað þess að fá sér hvítvín með fisknum pantaði Stiller sér tekílastaup með matnum. Stiller virðist þó hafa gengið hægt inn um gleðinnar dyr því hann birti mynd snemma í morgun á Twitter síðu sinni af skokkurum sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan hélt hann vestur þar sem hann ætlaði að finna hentuga tökustaði fyrir kvikmynd sína, The secret life of Walter Mitty, sem hann hyggst kvikmynda hér á landi. Áfengi og tóbak Íslandsvinir Matur Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Grínleikarinn og ofurstjarnan Ben Stiller gerði sér dagamun í gærkvöldi og heimsótti veitingastaðinn Rub 23 á Aðalstrætinu. Samkvæmt heimildum Vísis vakti hann töluverða athygli inni á staðnum og sóttist fólk nokkuð í að fá eiginhandaráritun frá kappanum. Þjónar staðarins tryggðu honum og förunauti hans frið frá öðrum gestum staðarins. Konan var að líkindum aðstoðarmaður Stillers samkvæmt sjónarvottum. Stjarnan pantaði sér bleikjuna til þess að borða. Í stað þess að fá sér hvítvín með fisknum pantaði Stiller sér tekílastaup með matnum. Stiller virðist þó hafa gengið hægt inn um gleðinnar dyr því hann birti mynd snemma í morgun á Twitter síðu sinni af skokkurum sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan hélt hann vestur þar sem hann ætlaði að finna hentuga tökustaði fyrir kvikmynd sína, The secret life of Walter Mitty, sem hann hyggst kvikmynda hér á landi.
Áfengi og tóbak Íslandsvinir Matur Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira