Matur

Helgaruppskriftin - Raw tómata - og gulrótarsúpa Elfu

Elfa Þorsteinsdóttir ætlar að kenna Íslendingum að elda hráfæði á Gló laugardaginn 11. ágúst.
Elfa Þorsteinsdóttir ætlar að kenna Íslendingum að elda hráfæði á Gló laugardaginn 11. ágúst.

Mörg ár eru síðan Elfa tileinkaði sér hráfæði en hún mun kenna Íslendingum að matreiða svokallað raw-fæði á námskeiði í Gló laugardaginn 11. ágúst.

Þar tekur hún meðal annars fyrir: Morgunmat – mismunandi hugmyndir, raw-brauð sem geta hjálpað meltingunni, pitsur, osta bæði úr hnetum og fræjum, chia-snakk, kökur og ís og svo margt fleira.

Lífið leitaði til Elfu eftir einfaldri raw-uppskrift fyrir byrjendur.

Raw-tómata- og gulrótarsúpa

2 box vel rauðir kirsuberjatómatar

4-5 gulrætur

1 rauð paprika

1 tsk. salt

1 epli

2 hvítlauksrif

6 msk. ólífuolía

Ferskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, óreganó og basil

Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman.

Rétt í lokin er kryddjurtunum bætt út í blandarann og hann settur í gang í nokkrar sekúndur.

Ef þið viljið fá „rjómalegri" áferð á súpuna má bæta út í einni lárperu (avocado) eða smá möndlu, hnetu- eða fræmjólk.

Hellið í skálar og skreytið með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum.

Áhugasamir um námskeiðið geta haft samband við Elfu í netfangið elfa@raw.is.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.