Helgaruppskriftin - Raw tómata - og gulrótarsúpa Elfu 3. ágúst 2012 10:30 Elfa Þorsteinsdóttir ætlar að kenna Íslendingum að elda hráfæði á Gló laugardaginn 11. ágúst. Mörg ár eru síðan Elfa tileinkaði sér hráfæði en hún mun kenna Íslendingum að matreiða svokallað raw-fæði á námskeiði í Gló laugardaginn 11. ágúst. Þar tekur hún meðal annars fyrir: Morgunmat – mismunandi hugmyndir, raw-brauð sem geta hjálpað meltingunni, pitsur, osta bæði úr hnetum og fræjum, chia-snakk, kökur og ís og svo margt fleira. Lífið leitaði til Elfu eftir einfaldri raw-uppskrift fyrir byrjendur.Raw-tómata- og gulrótarsúpa2 box vel rauðir kirsuberjatómatar4-5 gulrætur1 rauð paprika1 tsk. salt1 epli2 hvítlauksrif6 msk. ólífuolíaFerskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, óreganó og basil Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman. Rétt í lokin er kryddjurtunum bætt út í blandarann og hann settur í gang í nokkrar sekúndur. Ef þið viljið fá „rjómalegri" áferð á súpuna má bæta út í einni lárperu (avocado) eða smá möndlu, hnetu- eða fræmjólk. Hellið í skálar og skreytið með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum.Áhugasamir um námskeiðið geta haft samband við Elfu í netfangið elfa@raw.is. Súpur Uppskriftir Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Mörg ár eru síðan Elfa tileinkaði sér hráfæði en hún mun kenna Íslendingum að matreiða svokallað raw-fæði á námskeiði í Gló laugardaginn 11. ágúst. Þar tekur hún meðal annars fyrir: Morgunmat – mismunandi hugmyndir, raw-brauð sem geta hjálpað meltingunni, pitsur, osta bæði úr hnetum og fræjum, chia-snakk, kökur og ís og svo margt fleira. Lífið leitaði til Elfu eftir einfaldri raw-uppskrift fyrir byrjendur.Raw-tómata- og gulrótarsúpa2 box vel rauðir kirsuberjatómatar4-5 gulrætur1 rauð paprika1 tsk. salt1 epli2 hvítlauksrif6 msk. ólífuolíaFerskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, óreganó og basil Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman. Rétt í lokin er kryddjurtunum bætt út í blandarann og hann settur í gang í nokkrar sekúndur. Ef þið viljið fá „rjómalegri" áferð á súpuna má bæta út í einni lárperu (avocado) eða smá möndlu, hnetu- eða fræmjólk. Hellið í skálar og skreytið með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum.Áhugasamir um námskeiðið geta haft samband við Elfu í netfangið elfa@raw.is.
Súpur Uppskriftir Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira