Stærsti laxinn í Langá - ólík veiði í Hítará og Langá 20. júlí 2012 22:45 Sjávarfossinn í Langá. Laxinn hefur lítið stoppað á neðsta veiðisvæðinu í Langá en því er öfugt farið í Hítará. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Langá og Hítará gengur ágætlega miðað við þá þurrkatíð sem verið hefur. Í morgun veiddist 90 sentímetra hængur í Langá. Þetta kemur farm á vefsíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur - svfr.is. Það var erlendur veiðimaður, Henry Blacklidge að nafni, sem veiddi hænginn væna og naut hann við það aðstoðar Ólafs Finnbogasonar leiðsögumanns. Laxinn, sem er sá stærsti sem hefur veiðst í Langá í sumar, tók í Sveðjuhyl. Yfir 400 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er sumri og í Hítárá nálgast veiðin 300 laxa. Veiðin í ánum, sem þó eru skammt frá hvor annarri, er ólík eins og kemur fram á vef SVFR. "Vatnsþurrðin sem hefur herjað á Borgarfjarðarárnar hefur ekki verið að plaga Langá enda nægur forði í vantsmiðluninni við Langavatn," segir á vef SVFR. "Hins vegar hefur það vakið mikla athygli að neðsta veiðisvæðið neðan við Skuggafoss hefur ekki verið að gefa þann fjölda sem vant er. Laxinn virðist ekki stoppa sem heitið getur þar niður frá og brunar upp á miðsvæðið sem hefur verið mjög gott. Upp fyrir Sveðjufoss hafa gengið vel á þriðja hundrað laxar. Það hefur gengið vel á aðalsvæði Hítarár en athygli vekur að andstætt nágrannaánni Langá, þá gengur laxinn mun hægar en áður. Veiðistaðir eins og Kotdalsfljót, Sveljandi, Flesjufljót og Festarfljót gefa nú fína veiði, en allir þessir staðir eru mun neðar en þekktustu hyljirnir við veiðihúsið Lund. Göngumynstri Hítarárlaxins er því þveröfugt farið miðað við næstu á. Lítið virðist gengið af laxi upp fyrir Kattarfoss, sem staðfestir enn hversu hægt laxinn gengur. Rólegasta svæðið hefur verið ofan ármóta Tálma en það kann að breytast með vætutíðinni. Þó hefur vatnsmagn Hítarár verið með ágætum og ekki hægt að kvarta yfir vatnsleysi á þeim bænum."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Veiði í Langá og Hítará gengur ágætlega miðað við þá þurrkatíð sem verið hefur. Í morgun veiddist 90 sentímetra hængur í Langá. Þetta kemur farm á vefsíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur - svfr.is. Það var erlendur veiðimaður, Henry Blacklidge að nafni, sem veiddi hænginn væna og naut hann við það aðstoðar Ólafs Finnbogasonar leiðsögumanns. Laxinn, sem er sá stærsti sem hefur veiðst í Langá í sumar, tók í Sveðjuhyl. Yfir 400 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er sumri og í Hítárá nálgast veiðin 300 laxa. Veiðin í ánum, sem þó eru skammt frá hvor annarri, er ólík eins og kemur fram á vef SVFR. "Vatnsþurrðin sem hefur herjað á Borgarfjarðarárnar hefur ekki verið að plaga Langá enda nægur forði í vantsmiðluninni við Langavatn," segir á vef SVFR. "Hins vegar hefur það vakið mikla athygli að neðsta veiðisvæðið neðan við Skuggafoss hefur ekki verið að gefa þann fjölda sem vant er. Laxinn virðist ekki stoppa sem heitið getur þar niður frá og brunar upp á miðsvæðið sem hefur verið mjög gott. Upp fyrir Sveðjufoss hafa gengið vel á þriðja hundrað laxar. Það hefur gengið vel á aðalsvæði Hítarár en athygli vekur að andstætt nágrannaánni Langá, þá gengur laxinn mun hægar en áður. Veiðistaðir eins og Kotdalsfljót, Sveljandi, Flesjufljót og Festarfljót gefa nú fína veiði, en allir þessir staðir eru mun neðar en þekktustu hyljirnir við veiðihúsið Lund. Göngumynstri Hítarárlaxins er því þveröfugt farið miðað við næstu á. Lítið virðist gengið af laxi upp fyrir Kattarfoss, sem staðfestir enn hversu hægt laxinn gengur. Rólegasta svæðið hefur verið ofan ármóta Tálma en það kann að breytast með vætutíðinni. Þó hefur vatnsmagn Hítarár verið með ágætum og ekki hægt að kvarta yfir vatnsleysi á þeim bænum."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði