Til laxveiða á skipi upp Hvítá í Borgarfirði Trausti Hafliðason skrifar 21. júlí 2012 23:05 Þessi mynd var takin í Hvíta í fyrra. Hvítarárbrúin sést í fjarska. Mynd / Trausti Hafliðason Blaðið Þjóðólfur var landsfréttablað sem kom út hálfsmánaðarlega. Hér forsíða blaðsins þann 2. júní 1855. Það er oft gaman að rýna í gömul blöð og lesa það sem þar var skrifað um veiði. Í blaðinu Þjóðólfi árið 1855 var sögð stórmerkileg stutt saga af kaupmanninum Carl Siemsen. Hann hugðist gera út skip til laxveiða í Hvítá í Borgarfirði en sú tilraun misheppnaðist hrapalega. Þjóðólfur var landfréttablað sem kom út hálfsmánaðarlega. Blaðið var stofnað árið 1848 og var gefið út allt til ársins 1920. Blaðinu var meðal annarst ritstýrt af Matthíasi Jochumssyni. Við skulum hér grípa niður í frásögn Þjóðólfs, þann 2. júní árið 1855. Fyrsta setningin er líklega einhver sú lengsta sem rituð hefur verið í íslenskt blað: "Það er kunnugt, að kaupmaður Carl Siemsen gerði út í fyrra vor skip til laxveiða upp í Hvítá í Borgarfirði, pantaði híngað frá Noregi og sendi á skipi þessu bæði mann, sem var vanur og kunni vel að laxveiðum þar í stóráin, og svo ýmsar tilfæríngar og veiðarfæri; og kostaði herra Siemsen ærnu fé til alls þessa; en það fé gekk mest allt í sölurnar, því fyrirtækið heppnaðist ekki, bæði fyrir það, að Norðmaðurinn mun ekki hafa getað við haft alla hina sömu veiðiaðferð hér, sem tiðast er í Noregi, af því ánum og fallstraum þeirra mun haga hér nokkuð öðruvísi yfir höfuð að tala, en þar, og svo einnig af því, að veiðarfæri þau, er frá Noregi komu, munu heldur ekki hafa átt sem bezt við í Hvítá eða Grímsá í Borgarfirði.Hér er fréttin sem birtist um Carl Siemsen.Arðurinn af fyrirtæki þessu varð því næsta lítill í samanburði við hinn mikla tilkostnað, er hr. Siemsen hafði; en engu að síður á hann fyrir það miklar þakkir skilið af landsmönnum. Því fyrir þessa tilraun og þau veiðarfæri, sem til hennar var kostað og hinnar réttu aðferðar, sem þar var við höfð af Norðmanninum, þá lærðist þessi betri og réttari aðferð óðar Andrési bónda Andréssyni á Hvítárvöllum." trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði
Blaðið Þjóðólfur var landsfréttablað sem kom út hálfsmánaðarlega. Hér forsíða blaðsins þann 2. júní 1855. Það er oft gaman að rýna í gömul blöð og lesa það sem þar var skrifað um veiði. Í blaðinu Þjóðólfi árið 1855 var sögð stórmerkileg stutt saga af kaupmanninum Carl Siemsen. Hann hugðist gera út skip til laxveiða í Hvítá í Borgarfirði en sú tilraun misheppnaðist hrapalega. Þjóðólfur var landfréttablað sem kom út hálfsmánaðarlega. Blaðið var stofnað árið 1848 og var gefið út allt til ársins 1920. Blaðinu var meðal annarst ritstýrt af Matthíasi Jochumssyni. Við skulum hér grípa niður í frásögn Þjóðólfs, þann 2. júní árið 1855. Fyrsta setningin er líklega einhver sú lengsta sem rituð hefur verið í íslenskt blað: "Það er kunnugt, að kaupmaður Carl Siemsen gerði út í fyrra vor skip til laxveiða upp í Hvítá í Borgarfirði, pantaði híngað frá Noregi og sendi á skipi þessu bæði mann, sem var vanur og kunni vel að laxveiðum þar í stóráin, og svo ýmsar tilfæríngar og veiðarfæri; og kostaði herra Siemsen ærnu fé til alls þessa; en það fé gekk mest allt í sölurnar, því fyrirtækið heppnaðist ekki, bæði fyrir það, að Norðmaðurinn mun ekki hafa getað við haft alla hina sömu veiðiaðferð hér, sem tiðast er í Noregi, af því ánum og fallstraum þeirra mun haga hér nokkuð öðruvísi yfir höfuð að tala, en þar, og svo einnig af því, að veiðarfæri þau, er frá Noregi komu, munu heldur ekki hafa átt sem bezt við í Hvítá eða Grímsá í Borgarfirði.Hér er fréttin sem birtist um Carl Siemsen.Arðurinn af fyrirtæki þessu varð því næsta lítill í samanburði við hinn mikla tilkostnað, er hr. Siemsen hafði; en engu að síður á hann fyrir það miklar þakkir skilið af landsmönnum. Því fyrir þessa tilraun og þau veiðarfæri, sem til hennar var kostað og hinnar réttu aðferðar, sem þar var við höfð af Norðmanninum, þá lærðist þessi betri og réttari aðferð óðar Andrési bónda Andréssyni á Hvítárvöllum." trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði