Laxveiði hrynur í Þjórsá 24. júlí 2012 10:29 Við Urriðafoss í Þjórsá. Mynd / Vilhelm Laxveiðin í Þjórsá er einungis um 25 prósent af því sem hún var á síðasta ári, sem þó var fremur slakt ár. Metveiði var hins vegar árið 2010. Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, telur óhætt að tala um hrun í veiðinni.Þetta kemur vefsíðu Sunnlenska fréttablaðsins - sunnlenska.is. Einar segir engar augljósar skýringar á þessum samdrætti í veiðinni. Þó sé líklegt að tvennt komi til. Annars vegar kunni miklar makrílgöngur við landið að hafa áhrif á lífrikið og hins vegar hefði Landsvirkjun í tvígang opna fyrir lokur hjá sér þannig að jökulleir hefði borist í ána.Veiði alls staðar í slöku meðallagi Í samtali við Sunnlenska fréttablaðið segir Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir augljóst að bakslag sé í veiðinni í Þjórsá í sumar. Hins vegar verði að hafa í huga að allstaðar virðist veiði vera í slöku meðallagi. Þannig sé ástandið svipað á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og í Þjórsá. Aftur á móti segir Magnús það vekja athygli að talning við fossinn Búða, ofarlega í Þjórsá, sýni að þar sé nokkuð af fiski að koma inn á nýtt svæði.Erfitt að segja hvað veldur Magnús segir óvíst hafa áhrif makríllinn hafi. Það geti þó vissulega haft sitt að segja að hann sé í samkeppni við aðrar tegundir um æti. Magnús staðfestir að það hefði verið mikið grugg í Þjórsá 2010. Sama ár hefðu einsársseiðin verið óvenju smá. "Seiðarannsóknir hafa hins vegar sýnt að þeir árgangar sem áttu að skila sér núna voru slakir. Þar af leiðandi hafa færri seiði gengið til sjávar. Það ásamt skilyrðum í sjó hefur áhrif," segir Magnús í samtali við sunnlenska.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Laxveiðin í Þjórsá er einungis um 25 prósent af því sem hún var á síðasta ári, sem þó var fremur slakt ár. Metveiði var hins vegar árið 2010. Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, telur óhætt að tala um hrun í veiðinni.Þetta kemur vefsíðu Sunnlenska fréttablaðsins - sunnlenska.is. Einar segir engar augljósar skýringar á þessum samdrætti í veiðinni. Þó sé líklegt að tvennt komi til. Annars vegar kunni miklar makrílgöngur við landið að hafa áhrif á lífrikið og hins vegar hefði Landsvirkjun í tvígang opna fyrir lokur hjá sér þannig að jökulleir hefði borist í ána.Veiði alls staðar í slöku meðallagi Í samtali við Sunnlenska fréttablaðið segir Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir augljóst að bakslag sé í veiðinni í Þjórsá í sumar. Hins vegar verði að hafa í huga að allstaðar virðist veiði vera í slöku meðallagi. Þannig sé ástandið svipað á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og í Þjórsá. Aftur á móti segir Magnús það vekja athygli að talning við fossinn Búða, ofarlega í Þjórsá, sýni að þar sé nokkuð af fiski að koma inn á nýtt svæði.Erfitt að segja hvað veldur Magnús segir óvíst hafa áhrif makríllinn hafi. Það geti þó vissulega haft sitt að segja að hann sé í samkeppni við aðrar tegundir um æti. Magnús staðfestir að það hefði verið mikið grugg í Þjórsá 2010. Sama ár hefðu einsársseiðin verið óvenju smá. "Seiðarannsóknir hafa hins vegar sýnt að þeir árgangar sem áttu að skila sér núna voru slakir. Þar af leiðandi hafa færri seiði gengið til sjávar. Það ásamt skilyrðum í sjó hefur áhrif," segir Magnús í samtali við sunnlenska.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði