Ytri-Rangá: 1.003 laxar á land - frábær veiði í Eystri-Rangá Svavar Hávarðsson skrifar 27. júlí 2012 13:07 Ytri er komin yfir þúsund laxa og þess verður ekki langt að bíða að tölurnar telji 2000+, eins og dagveiðin er núna. Mynd/Lax-a.is Ytri Rangá er kominn í þúsund laxa en í gærkvöldi voru komnir nákvæmlega 1.003 laxar á land. Það er mjög góður gangur þessa dagana en veiðin síðustu daga hefur verið á bilinu 60-70 laxar á dag. Með þessu áframhaldi verður Ytri Rangá ekki lengi að smella í annað þúsund en tölurnar eru fljótar að telja í svona veiði, segir á heimasíðu Lax-ár. Lausar stangir um helgina eru í boði í Ytri og frekari upplýsingar er að finna hér. Systuráin Eystri-Rangá er líka í góðum málum, sem einnig á við um aðrar ár á Suðurlandi. Heimildarmaður Veiðivísis hafði þetta að segja eftir veiði um helgina. „Smálaxagöngurnar sem beðið hefur verið eftir í Eystri virðast vera að hefjast - 58 laxar á land fyrir hádegi í gær [25. júlí], veiðin vel dreifð yfir öll níu svæðin og nærri allir grálúsugir. Ég var sjálfur í Þverá í Fljótshlíð og smálax virtist vera að ganga þar líka, fengum fimm laxa á einni vakt, og þrír þeirra lúsugir." Við þetta má bæta lítilli frétt á agn.is þar sem segir: „Það er frábær veiði Þessa dagana í Eystri Rangá, dagleg veiði undanfarna daga hefur verið á bilinu 60-80 laxar. Að Sögn Ólafs Björnssonar yfirleiðsögumanns í Eystri Rangá eru góðar göngur í ánna og veiðin er nokkuð jöfn. Bestu svæðin síðustu daga hafa verið 1-3-4-5-6 og svæði 8." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Ytri Rangá er kominn í þúsund laxa en í gærkvöldi voru komnir nákvæmlega 1.003 laxar á land. Það er mjög góður gangur þessa dagana en veiðin síðustu daga hefur verið á bilinu 60-70 laxar á dag. Með þessu áframhaldi verður Ytri Rangá ekki lengi að smella í annað þúsund en tölurnar eru fljótar að telja í svona veiði, segir á heimasíðu Lax-ár. Lausar stangir um helgina eru í boði í Ytri og frekari upplýsingar er að finna hér. Systuráin Eystri-Rangá er líka í góðum málum, sem einnig á við um aðrar ár á Suðurlandi. Heimildarmaður Veiðivísis hafði þetta að segja eftir veiði um helgina. „Smálaxagöngurnar sem beðið hefur verið eftir í Eystri virðast vera að hefjast - 58 laxar á land fyrir hádegi í gær [25. júlí], veiðin vel dreifð yfir öll níu svæðin og nærri allir grálúsugir. Ég var sjálfur í Þverá í Fljótshlíð og smálax virtist vera að ganga þar líka, fengum fimm laxa á einni vakt, og þrír þeirra lúsugir." Við þetta má bæta lítilli frétt á agn.is þar sem segir: „Það er frábær veiði Þessa dagana í Eystri Rangá, dagleg veiði undanfarna daga hefur verið á bilinu 60-80 laxar. Að Sögn Ólafs Björnssonar yfirleiðsögumanns í Eystri Rangá eru góðar göngur í ánna og veiðin er nokkuð jöfn. Bestu svæðin síðustu daga hafa verið 1-3-4-5-6 og svæði 8." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði