Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið 17. júlí 2012 13:15 Falleg sjóbleikja er aðalsmerki Miðdalsár Mynd/lax-á Veiðihúsið við Miðdalsá í Steingrímsfirði er tilbúið en það er notalegt 45 fermetra hús sem var endurgert fyrir tímabilið í ár. Allt húsið var tekið í gegn og byggður pallur við húsið. Tvö herbergi eru í húsinu; eldhús og stofa auk 13 fermetra viðbyggingar. Svefnpláss er fyrir níu manns. Lítið baðherbergi er í húsinu og útisturta en á pallinum er gasgrill. Miðdalsá er tveggja stanga á með góðri sjóbleikjuveiði auk þess að laxveiðivon er í ánni, en fimm þúsund laxaseiðum var sleppt vorið 2011 sem ættu að skila sér aftur núna í sumar. Í ánni er leyfilegt að veiða með flugu og maðk. Efstu upptök Miðdalsár eru í 330 metra hæð, í litlum vatnspollum, suður undir Gilsfirði í Barðastrandasýslu en áin rennur til norðurs og á ósa við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og gott er að komast að veiðistöðum. Miðdalsá er um 305 kílómetra frá Reykjavík ef ekið er í gegnum um Hvalfjarðargöng og u.þ.b. 12 kílómetra frá Hólmavík. Lítið er vitað um ána en ekkert hefur verið skráð í veiðibækur undanfarinn ár en ekkert var veitt í ánni í fyrrasumar. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um veiði. Verður verði því stillt í hóf á meðan að verið er að kortleggja ána og koma skráningum í rétt horf. Fyrir frekari upplýsingar um Miðdalsá smellið HÉR eða hafið samband við skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. Veiðileyfi má finna á www.agn.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði
Veiðihúsið við Miðdalsá í Steingrímsfirði er tilbúið en það er notalegt 45 fermetra hús sem var endurgert fyrir tímabilið í ár. Allt húsið var tekið í gegn og byggður pallur við húsið. Tvö herbergi eru í húsinu; eldhús og stofa auk 13 fermetra viðbyggingar. Svefnpláss er fyrir níu manns. Lítið baðherbergi er í húsinu og útisturta en á pallinum er gasgrill. Miðdalsá er tveggja stanga á með góðri sjóbleikjuveiði auk þess að laxveiðivon er í ánni, en fimm þúsund laxaseiðum var sleppt vorið 2011 sem ættu að skila sér aftur núna í sumar. Í ánni er leyfilegt að veiða með flugu og maðk. Efstu upptök Miðdalsár eru í 330 metra hæð, í litlum vatnspollum, suður undir Gilsfirði í Barðastrandasýslu en áin rennur til norðurs og á ósa við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og gott er að komast að veiðistöðum. Miðdalsá er um 305 kílómetra frá Reykjavík ef ekið er í gegnum um Hvalfjarðargöng og u.þ.b. 12 kílómetra frá Hólmavík. Lítið er vitað um ána en ekkert hefur verið skráð í veiðibækur undanfarinn ár en ekkert var veitt í ánni í fyrrasumar. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um veiði. Verður verði því stillt í hóf á meðan að verið er að kortleggja ána og koma skráningum í rétt horf. Fyrir frekari upplýsingar um Miðdalsá smellið HÉR eða hafið samband við skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. Veiðileyfi má finna á www.agn.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði