Stangveiði skilar þremur milljörðum í Borgarbyggð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2012 08:00 Langá er ein af mörgum meiri háttar laxveiðiám í Borgarbyggð. Mynd / Garðar Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna. Að því er segir í fundargerð byggðaráðs kemur fram í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS gráðu í viðskiptafræði frá 2011 að laxveiði í Borgarbyggð sé að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009. Fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi séu í sveitarfélaginu. Eignarhald á veiðijörðum í Borgarbyggð hefur jafnt og þétt færst í hendur annarra en heimamanna. "Árið 2009 eru 41prósent af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27 prósent. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna," segir í fundargerðinni. Byggðaráðið ætlar að óska eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi láti vinna úttektina á áhrifum stangaveiðanna í héraðinu.Markmiðin með úttektinni eru:a) að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn.b) að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs.c) að kanna möguleika á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, s.s. með aukinni atvinnuþátttöku, verslun og þjónustu.d) vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í héraðinu. Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði
Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna. Að því er segir í fundargerð byggðaráðs kemur fram í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS gráðu í viðskiptafræði frá 2011 að laxveiði í Borgarbyggð sé að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009. Fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi séu í sveitarfélaginu. Eignarhald á veiðijörðum í Borgarbyggð hefur jafnt og þétt færst í hendur annarra en heimamanna. "Árið 2009 eru 41prósent af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27 prósent. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna," segir í fundargerðinni. Byggðaráðið ætlar að óska eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi láti vinna úttektina á áhrifum stangaveiðanna í héraðinu.Markmiðin með úttektinni eru:a) að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn.b) að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs.c) að kanna möguleika á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, s.s. með aukinni atvinnuþátttöku, verslun og þjónustu.d) vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í héraðinu.
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði