Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum 24. júní 2012 16:35 Snævarr Örn með fallegar bleikjur sem hann veiddi fyrir ofan Steinboga. Mynd / Strengir Snævarr Örn Georgsson veiðimaður veiddi fallegar staðbundnar bleikjur fyrir ofan Steinbogann í Jöklu. Hann er telur líkur á því að áin sé full af bleikju allt upp á Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram á vef Veiðiþjónustunnar Strengja. Á vefsíðunni segir að töluverð umræða hafi verið um að svæðið fyrir ofan Steinbogann í Jöklu sé hugsanlega ekki hentugt til uppeldis seiða eða til veiða. Síðan er birt bréf frá sem Snævarr Örn sendi Þresti Elliðasyni, forstjóra Strengja, en í því kemur fram að töluvert sé af bleikju þarna uppfrá og hún hafi nóg að éta. Hér er bréfið: "Ég hef verið í sambandi við Guðmund veiðivörð varðandi það að finna staðbundna bleikju í Jöklu fyrir ofan Steinbogann. Ég skrapp loksins í gær eftir vinnu í smá leitartúr og árangurinn kom mér töluvert á óvart. Eftir hálftíma veiði var ég kominn með 5 bleikjur án þess að hreyfa mig úr stað. Ég var við veiðar fyrir neðan brúna við Hjarðarhaga og þetta voru gullfallegir og feitir fiskar. Það var heilmikið líf á svæðinu og nóg af mýi fyrir bleikjurnar að éta enda þegar ég gerði að fiskunum þá voru þeir fullir af mýlirfum. Í maga þeirra var fjölbreytt magn fæðu eins og sjá má.Í maga þeirra var fjölbreytt magn fæðu eins og sjá má.af mýlirfum. Sú sem var áberandi feitust var ekki bara full af mýlirfum heldur einnig full af allskonar bjöllum, járnsmiðum, brunnklukkum og meira að segja var ein maríuhæna í maganum á henni. Ég hef aldrei séð jafn fjölbreytt úrval skordýra í fisk hér á landi svo það er óhætt að segja að fiskurinn í Jöklu hafi það gott. Svo er þetta líka alveg ótrúlegt svæði, áin kristaltær og hver gullfallegur hylurinn á fætur öðrum! Þú ættir að vera ánægður með þetta, áin er örugglega full af bleikju langleiðina upp að Kárahnjúkum!"trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá Veiði Breytingar á Veiðivísi Veiði Vonast eftir aukahelgum í rjúpnaveiðinni Veiði Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Fyrsta laxinn á land í Hrútafjarðará Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði
Snævarr Örn Georgsson veiðimaður veiddi fallegar staðbundnar bleikjur fyrir ofan Steinbogann í Jöklu. Hann er telur líkur á því að áin sé full af bleikju allt upp á Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram á vef Veiðiþjónustunnar Strengja. Á vefsíðunni segir að töluverð umræða hafi verið um að svæðið fyrir ofan Steinbogann í Jöklu sé hugsanlega ekki hentugt til uppeldis seiða eða til veiða. Síðan er birt bréf frá sem Snævarr Örn sendi Þresti Elliðasyni, forstjóra Strengja, en í því kemur fram að töluvert sé af bleikju þarna uppfrá og hún hafi nóg að éta. Hér er bréfið: "Ég hef verið í sambandi við Guðmund veiðivörð varðandi það að finna staðbundna bleikju í Jöklu fyrir ofan Steinbogann. Ég skrapp loksins í gær eftir vinnu í smá leitartúr og árangurinn kom mér töluvert á óvart. Eftir hálftíma veiði var ég kominn með 5 bleikjur án þess að hreyfa mig úr stað. Ég var við veiðar fyrir neðan brúna við Hjarðarhaga og þetta voru gullfallegir og feitir fiskar. Það var heilmikið líf á svæðinu og nóg af mýi fyrir bleikjurnar að éta enda þegar ég gerði að fiskunum þá voru þeir fullir af mýlirfum. Í maga þeirra var fjölbreytt magn fæðu eins og sjá má.Í maga þeirra var fjölbreytt magn fæðu eins og sjá má.af mýlirfum. Sú sem var áberandi feitust var ekki bara full af mýlirfum heldur einnig full af allskonar bjöllum, járnsmiðum, brunnklukkum og meira að segja var ein maríuhæna í maganum á henni. Ég hef aldrei séð jafn fjölbreytt úrval skordýra í fisk hér á landi svo það er óhætt að segja að fiskurinn í Jöklu hafi það gott. Svo er þetta líka alveg ótrúlegt svæði, áin kristaltær og hver gullfallegur hylurinn á fætur öðrum! Þú ættir að vera ánægður með þetta, áin er örugglega full af bleikju langleiðina upp að Kárahnjúkum!"trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði Laxinn stökk sjálfur í land í Hallá Veiði Breytingar á Veiðivísi Veiði Vonast eftir aukahelgum í rjúpnaveiðinni Veiði Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Fyrsta laxinn á land í Hrútafjarðará Veiði Tærleiki Þingvallavatns niður í B-flokk Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði