Maðkahallæri á suðvesturhorninu Trausti Hafliðason skrifar 26. júní 2012 12:00 Í veiðihúsinu við Elliðaárnar var rætt um maðkaskortinn. Í þeim samræðum kom fram að menn neyðast nú til að kaupa sér leyfi í Reynisvatni til að verða sér úti um maðk. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðivísir hefur fregnir af því að töluverður skortur sé á möðkum á suðvesturhorninu og ef til vill annars staðar líka. Dæmi eru um að menn auglýsi eftir möðkum á bland.is og veidi.is en sem sakir standa virðist framboðið óvenju lítið. Þurrkatíðin undanfarnar vikur hefur gert þeim sem veiða á maðk lífið leitt. Frekari staðfesting fékkst á þessu þegar blaðamaður Veiðivísis kíkti í veiðhúsið við Elliðaárnar fyrir fáeinum dögum. Þar var töluvert rætt um maðkahallærið. Veiðivörðurinn sagðist vita til þess að menn hefðu einfaldlega keypt sér leyfi í Reynisvatni til að verða sér úti um maðk en þar er því þannig að háttað að ef keypt er veiðileyfi þá fá veiðimenn að kaupa maðk á staðnum, annars ekki.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Veiðivísir hefur fregnir af því að töluverður skortur sé á möðkum á suðvesturhorninu og ef til vill annars staðar líka. Dæmi eru um að menn auglýsi eftir möðkum á bland.is og veidi.is en sem sakir standa virðist framboðið óvenju lítið. Þurrkatíðin undanfarnar vikur hefur gert þeim sem veiða á maðk lífið leitt. Frekari staðfesting fékkst á þessu þegar blaðamaður Veiðivísis kíkti í veiðhúsið við Elliðaárnar fyrir fáeinum dögum. Þar var töluvert rætt um maðkahallærið. Veiðivörðurinn sagðist vita til þess að menn hefðu einfaldlega keypt sér leyfi í Reynisvatni til að verða sér úti um maðk en þar er því þannig að háttað að ef keypt er veiðileyfi þá fá veiðimenn að kaupa maðk á staðnum, annars ekki.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði