Helgarmaturinn - grillað naut að hætti Krisjáns Inga, útvarpsmanns 29. júní 2012 11:00 „Hver kannast ekki við það að vera að labba úti, finna skyndilega grilllykt og hugsa með sér: „Hver er að grilla?" Svarið er einfalt, ég er að grilla," segir gleðigjafinn og útvarpsmaðurinn Kristján Ingi Gunnarsson sem deilir uppskrift með Lífinu að þessu sinni. „Ég mæli klárlega með því að gera vel við sig af og til og þá er RED ROY-naut úr Kjöthöllinni málið. En það verður að meðhöndla vel og mikilvægt er að leyfa því að ná stofuhita áður en því er skellt á Landmann-grillið á fullum hita. Best er að krydda kjötið með guðdómlegu RED ROY-steikarkryddblöndunni sem kjötmeistarinn blandar. En athugið að það er stranglega bannað að fullelda nautið.Meðlæti: Sætar og venjulegar kartöflur skornar í smáa teninga, dreifið púðursykri yfir, fersku engifer og kreistið að lokum eina ferska appelsínu yfir. Bakið blönduna í 30 til 40 mín. við 200 gráður í ofni eða setjið hana í álpappír á grillið.Ferskt salat Gott er að setja ananas, mangó og hnetur út í hið hefðbundna salat svona til tilbreytingar. Sósan á kantinum heitir Jón, getur ekki klikkað. Hentar vel með lambi og nauti.200 gr sýrður rjómi100 gr majones1 tsk rósmarín100gr dijon-sinnep1 msk sojasósa1 tsk karrí50 gr púðursykur2 dl rjómiog jafnvel hvítvín Grillréttir Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið
„Hver kannast ekki við það að vera að labba úti, finna skyndilega grilllykt og hugsa með sér: „Hver er að grilla?" Svarið er einfalt, ég er að grilla," segir gleðigjafinn og útvarpsmaðurinn Kristján Ingi Gunnarsson sem deilir uppskrift með Lífinu að þessu sinni. „Ég mæli klárlega með því að gera vel við sig af og til og þá er RED ROY-naut úr Kjöthöllinni málið. En það verður að meðhöndla vel og mikilvægt er að leyfa því að ná stofuhita áður en því er skellt á Landmann-grillið á fullum hita. Best er að krydda kjötið með guðdómlegu RED ROY-steikarkryddblöndunni sem kjötmeistarinn blandar. En athugið að það er stranglega bannað að fullelda nautið.Meðlæti: Sætar og venjulegar kartöflur skornar í smáa teninga, dreifið púðursykri yfir, fersku engifer og kreistið að lokum eina ferska appelsínu yfir. Bakið blönduna í 30 til 40 mín. við 200 gráður í ofni eða setjið hana í álpappír á grillið.Ferskt salat Gott er að setja ananas, mangó og hnetur út í hið hefðbundna salat svona til tilbreytingar. Sósan á kantinum heitir Jón, getur ekki klikkað. Hentar vel með lambi og nauti.200 gr sýrður rjómi100 gr majones1 tsk rósmarín100gr dijon-sinnep1 msk sojasósa1 tsk karrí50 gr púðursykur2 dl rjómiog jafnvel hvítvín
Grillréttir Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið