Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar BBI skrifar 18. júní 2012 15:49 Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag. Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag.
Tónlist Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira