Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar BBI skrifar 18. júní 2012 15:49 Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira