Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2012 08:00 Veiðieigendur og leigutakar hljóta að bregðast við og nýta bestu tækni til skráningar á veiði. Veiðimálastofnun Veiðimálastofnun kynnir á heimasíðu sinni Skrínuna – rafræna veiðibók sem veiðieigendur/leigutakar geta skráð aflatölur dag frá degi, með lítilli fyrirhöfn. Það var fyrst á síðasta ári sem gefinn var kostur á að skrá veiði rafrænt á vefinn, en upplýsingar eru skráðar með nákvæmlega sama hætti og gert er í hefðbundna veiðibók og allir veiðimenn þekkja. Upplýsingarnar sem skráðar eru inn birtast síðan jafnharðan í Skrínunni – rafrænni veiðibók, sem er öllum veiðimönnum aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Kostir kerfisins eru helst þeir að auka upplýsingastreymi til veiðimanna, þannig að þeir geti skoðað aflabrögð eftir veiðiám, veiðidögum og veiðistöðum hvenær sem þeim lystir. Aðgengi að veiðitölum verður þannig stóraukið, öllum til hagsbóta. Enn hafa tiltölulega fáir veiðieigendur/leigutakar tileinkað sér kerfið, en ljóst er að væntingar eru um að fleiri taki við sér og hefji skráninguna nú í upphafi veiðitímabilsins, segir á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Veiðivísir tekur undir þau orð heils hugar enda um mjög skemmtilega viðbót að ræða fyrir veiðimenn til að undirbúa veiðiferðir og einfaldlega svala forvitni sinni heima í stofu. Þegar hafa nokkur veiðisvæði skráð sig í kerfið. Þar á meðal skráir SVFR veiði í Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. Leirá í Leirársveit er kominn inn í kerfið og tvær ár á Austurlandi; Norðfjarðará og Selfljót. Fyrst við erum komin austur má geta þess að veiði í Breiðdalsá hefur lengi verið skráð rafrænt með svipuðum hætti og hér um ræðir. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Veiðimálastofnun kynnir á heimasíðu sinni Skrínuna – rafræna veiðibók sem veiðieigendur/leigutakar geta skráð aflatölur dag frá degi, með lítilli fyrirhöfn. Það var fyrst á síðasta ári sem gefinn var kostur á að skrá veiði rafrænt á vefinn, en upplýsingar eru skráðar með nákvæmlega sama hætti og gert er í hefðbundna veiðibók og allir veiðimenn þekkja. Upplýsingarnar sem skráðar eru inn birtast síðan jafnharðan í Skrínunni – rafrænni veiðibók, sem er öllum veiðimönnum aðgengilegar á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Kostir kerfisins eru helst þeir að auka upplýsingastreymi til veiðimanna, þannig að þeir geti skoðað aflabrögð eftir veiðiám, veiðidögum og veiðistöðum hvenær sem þeim lystir. Aðgengi að veiðitölum verður þannig stóraukið, öllum til hagsbóta. Enn hafa tiltölulega fáir veiðieigendur/leigutakar tileinkað sér kerfið, en ljóst er að væntingar eru um að fleiri taki við sér og hefji skráninguna nú í upphafi veiðitímabilsins, segir á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Veiðivísir tekur undir þau orð heils hugar enda um mjög skemmtilega viðbót að ræða fyrir veiðimenn til að undirbúa veiðiferðir og einfaldlega svala forvitni sinni heima í stofu. Þegar hafa nokkur veiðisvæði skráð sig í kerfið. Þar á meðal skráir SVFR veiði í Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. Leirá í Leirársveit er kominn inn í kerfið og tvær ár á Austurlandi; Norðfjarðará og Selfljót. Fyrst við erum komin austur má geta þess að veiði í Breiðdalsá hefur lengi verið skráð rafrænt með svipuðum hætti og hér um ræðir. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði