Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2012 10:42 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Frakka í sendiráðsbústaðnum í París. mynd/ elly. Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni. Matur Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið
Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni.
Matur Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið