SVFR framlengir við Norðurá Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2012 14:29 Bjarni og eiginkona hans Þórdís Klara Bridde við Eyrina í Norðurá. Ekki er ólíklegt að fyrsti laxinn verði á þurru á fallega þessum veiðistað á morgun. Bjarni Júlíusson Stjórn SVFR og Veiðifélags Norðurár gengu í gærkvöldi frá nýjum samningi um leigu árinnar, en fyrri samningur hefði að óbreyttu runnið út á næsta ári. Í frétt SVFR er það að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, mikið ánægjuefni að samningurinn hefur verið endurnýjaður „enda hafa þessir aðilar unnið saman með Norðurá, allar götur síðan 1946". Norðurá hefur auðvitað um árabil verið ein fengsælasta veiðiá landsins og menn geta verið bjartsýnir í sumar, því þegar hefur sést talsverður lax í ánni. Á Brotinu voru t.d. 12 tifandi sporðar í gær og auk þess sást talsvert af laxi í Berghyl. Norðurá opnar á morgun þegar Bjarni tekur fyrstu köstin upp úr klukkan sjö í fyrramálið á fyrrnefndu Broti. Bjarni er bjartsýnn, enda hefur hann spáð því að opnun Norðurár verði sú besta á þessari öld. Opnunardaginn í fyrra fengust fimm laxar en það var Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbroti. Það var falleg 84 sentimetra hrygna sem tók Glaða tvíburann. Þá hafði Ragnheiður Thorsteinsson búin að missa fyrsta laxinn sem lét glepjast af agni veiðimanns í fyrrasumar í Norðurá. Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Stjórn SVFR og Veiðifélags Norðurár gengu í gærkvöldi frá nýjum samningi um leigu árinnar, en fyrri samningur hefði að óbreyttu runnið út á næsta ári. Í frétt SVFR er það að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, mikið ánægjuefni að samningurinn hefur verið endurnýjaður „enda hafa þessir aðilar unnið saman með Norðurá, allar götur síðan 1946". Norðurá hefur auðvitað um árabil verið ein fengsælasta veiðiá landsins og menn geta verið bjartsýnir í sumar, því þegar hefur sést talsverður lax í ánni. Á Brotinu voru t.d. 12 tifandi sporðar í gær og auk þess sást talsvert af laxi í Berghyl. Norðurá opnar á morgun þegar Bjarni tekur fyrstu köstin upp úr klukkan sjö í fyrramálið á fyrrnefndu Broti. Bjarni er bjartsýnn, enda hefur hann spáð því að opnun Norðurár verði sú besta á þessari öld. Opnunardaginn í fyrra fengust fimm laxar en það var Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbroti. Það var falleg 84 sentimetra hrygna sem tók Glaða tvíburann. Þá hafði Ragnheiður Thorsteinsson búin að missa fyrsta laxinn sem lét glepjast af agni veiðimanns í fyrrasumar í Norðurá.
Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði