Tveir stórlaxar í Holunni Svavar Hávarðsson skrifar 4. júní 2012 14:55 Tveir á í einu í Damminum í fyrrasumar. Þar hefur lax sést og einnig á næsta veiðistað Holunni. Mynd/Lax-á Opnun Blöndu á morgun lítur vel út enda segja Lax-ármenn á heimasíðu sinni frá því að Höskuldur Erlingsson, lögreglu- og leiðsögumaður, hafi slegið á þráðinn um helgina þar sem hann var staddur við veiðistaðinn Holuna á svæði 1 í Blöndu. Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega. Það er ekki oft sem laxar sjást vel fyrir opnun í Blöndu, menn þurfa að vita nákvæmlega hvar á að leita því áin er oft talsvert lituð í byrjun júní. En Höskuldur og Þorsteinn Hafþórsson hafa báðir séð laxa í Holunni og Damminum, og þar sem þeir eru ekki neinir nýgræðingar í Blöndufræðum má búast við skemmtilegri opnun á morgun. Opnunardaginn í fyrrasumar komu átta laxar á land, þar af sex á fyrstu vaktinni. Þá var skítakuldi og bálhvasst við Blöndu og erfitt að bera sig að við veiðar. Eftir hitabylgju undanfarið verða aðstæður aðrar þó spár segi að blíðuveðrið sé á enda í bili. Einhverjir dagar eru lausir í næstu viku í Blöndu en þar eftir er svæði 1 uppbókað fram í ágústbyrjun – það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér veiði á þessu gjöfula svæði þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Opnun Blöndu á morgun lítur vel út enda segja Lax-ármenn á heimasíðu sinni frá því að Höskuldur Erlingsson, lögreglu- og leiðsögumaður, hafi slegið á þráðinn um helgina þar sem hann var staddur við veiðistaðinn Holuna á svæði 1 í Blöndu. Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega. Það er ekki oft sem laxar sjást vel fyrir opnun í Blöndu, menn þurfa að vita nákvæmlega hvar á að leita því áin er oft talsvert lituð í byrjun júní. En Höskuldur og Þorsteinn Hafþórsson hafa báðir séð laxa í Holunni og Damminum, og þar sem þeir eru ekki neinir nýgræðingar í Blöndufræðum má búast við skemmtilegri opnun á morgun. Opnunardaginn í fyrrasumar komu átta laxar á land, þar af sex á fyrstu vaktinni. Þá var skítakuldi og bálhvasst við Blöndu og erfitt að bera sig að við veiðar. Eftir hitabylgju undanfarið verða aðstæður aðrar þó spár segi að blíðuveðrið sé á enda í bili. Einhverjir dagar eru lausir í næstu viku í Blöndu en þar eftir er svæði 1 uppbókað fram í ágústbyrjun – það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér veiði á þessu gjöfula svæði þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði