Fyrsti laxinn kom í Norðurá 5. júní 2012 12:13 Bjarni Júlíusson glaðbeittur með fyrsta lax sumarsins. Árni Friðleifsson aðstoðaði við löndunina. Mynd / Trausti Hafliðason Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum. Samkvæmt hálfrar aldar hefð er það stjórn Stangaveiðifélagsins (SVFR) sem opnar Norðurá. Fulltrúar Veiðivísis voru viðstaddir opnuna og það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi verið í veiðihúsinu í morgun enda markar dagurinn í dag upphaf laxveiðitímabilsins hérlendis. Áður en gengið var upp að Brotinu, sem er veiðistaður við Laxfoss skammt frá veiðihúsinu, sagðist Bjarni mjög bjartsýnn fyrir þetta veiðisumar. Hann sagðist ekki síst bjartsýnn á góða veiði í Norðurá enda hefðu sést laxar víða í ánni og aldrei fleiri laxar verið komnir í gegnum teljarann við fossinn Glanna á þessum árstíma. Formaðurinn féll í ána Eftir aðeins fáeinar mínútur úti í á fékk Bjarni vænt högg og ellefu mínútur yfir sjö var fyrsti laxinn kominn á. Það tók Bjarna ellefu mínútur að landa honum og lét laxinn heldur betur hafa fyrir sér því hann tók strauið niður brotið og alla leið niður á Almenning, sem er næsti veiðistaður fyrir neðan Brotið. Bjarni átti fullt í fangi með að fylgja laxinum þessa tvö til þrjú hundruð metra og féll meðal annars í ána enda erfitt að fóta sig í straumharðri Norðuránni. Hann stóð þó strax upp aftur og með aðstoð Árna Friðleifssonar, varaformanns var fyrsta laxi sumarsins landað. Fallegri, grálúsugri, um tíu punda hrygnu. Landaði tæplega 12 punda laxiÁrni Friðleifsson með tæplega 12 punda lax sem hann landaði í Norðurá þegar rúmur klukkutími var liðinn af laxveiðisumrinu.Mynd / Svavar HávarðssonÁrni Friðleifsson landaði síðan tæplega 12 punda laxi klukkan 8.16. Sá tók afbrigði af Sunray Shadow flugunni. Það tók Árna ekki nema tíu mínútur að landa fiskinum. Nánast á sama tíma landaði Hörður Hafsteinsson stjórnarmaður laxi og fyrir klukkan 9 kom síðan fjórði laxinn á land. Það er því óhætt að segja að byrjunin í Norðurá lofi góðu fyrir framhaldið í sumar.trausti@frettabladid.issvavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum. Samkvæmt hálfrar aldar hefð er það stjórn Stangaveiðifélagsins (SVFR) sem opnar Norðurá. Fulltrúar Veiðivísis voru viðstaddir opnuna og það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi verið í veiðihúsinu í morgun enda markar dagurinn í dag upphaf laxveiðitímabilsins hérlendis. Áður en gengið var upp að Brotinu, sem er veiðistaður við Laxfoss skammt frá veiðihúsinu, sagðist Bjarni mjög bjartsýnn fyrir þetta veiðisumar. Hann sagðist ekki síst bjartsýnn á góða veiði í Norðurá enda hefðu sést laxar víða í ánni og aldrei fleiri laxar verið komnir í gegnum teljarann við fossinn Glanna á þessum árstíma. Formaðurinn féll í ána Eftir aðeins fáeinar mínútur úti í á fékk Bjarni vænt högg og ellefu mínútur yfir sjö var fyrsti laxinn kominn á. Það tók Bjarna ellefu mínútur að landa honum og lét laxinn heldur betur hafa fyrir sér því hann tók strauið niður brotið og alla leið niður á Almenning, sem er næsti veiðistaður fyrir neðan Brotið. Bjarni átti fullt í fangi með að fylgja laxinum þessa tvö til þrjú hundruð metra og féll meðal annars í ána enda erfitt að fóta sig í straumharðri Norðuránni. Hann stóð þó strax upp aftur og með aðstoð Árna Friðleifssonar, varaformanns var fyrsta laxi sumarsins landað. Fallegri, grálúsugri, um tíu punda hrygnu. Landaði tæplega 12 punda laxiÁrni Friðleifsson með tæplega 12 punda lax sem hann landaði í Norðurá þegar rúmur klukkutími var liðinn af laxveiðisumrinu.Mynd / Svavar HávarðssonÁrni Friðleifsson landaði síðan tæplega 12 punda laxi klukkan 8.16. Sá tók afbrigði af Sunray Shadow flugunni. Það tók Árna ekki nema tíu mínútur að landa fiskinum. Nánast á sama tíma landaði Hörður Hafsteinsson stjórnarmaður laxi og fyrir klukkan 9 kom síðan fjórði laxinn á land. Það er því óhætt að segja að byrjunin í Norðurá lofi góðu fyrir framhaldið í sumar.trausti@frettabladid.issvavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði