Sveinskerið lífgað við á ný Svavar Hávarðsson skrifar 23. maí 2012 17:49 Myndin er tekin á svæði 4, en það er jafn stórkostlegt að vera á svæði 3 við veiðar. Björgólfur Hávarðsson Landeigendur í Stóru Laxá í Hreppum hafa undanfarna daga náð að koma hinum fræga veiðistað Sveinsskeri á svæði 3 í fyrra horf. Með leyfi Fiskistofu hefur farveginum verið breytt en í fyrrasumar rann áin meira vestan megin við veiðistaðinn Gagnslausan sem eyðilagði Sveinsskerið. Sveinsskerið hefur löngum verið gjöfulasti veiðistaðurinn á svæði 3; og reyndar einn besti veiðistaðurinn í allri ánni. Gaf veiðistaðurinn jafnan á milli 60 og 70 laxa á hverju sumri en í fyrra brá svo við að enginn lax gaf sig, hafi hann verið þar á annað borð. Á heimasíðu veiðiþjónustunnar Lax-á kemur fram að heimamenn fengu góða aðstoð við lagfæringarnar frá Stefáni Kristjánssyni leiðsögumanni en hann hefur veitt mikið á svæði 3 síðastliðin 35 ár. Það verður því spennandi að sjá hvort gamli veiðistaðurinn muni ekki gefa vel í sumar. Sama má segja um Gagnlausan sem hefur gefið þokkalega á hverju ári þegar áin hefur runnið með austurbakkanum, eins og áður var. Í þessu samhengi má alveg henda í loftið hluta úr frétt á vef SVFR árið 2006. „Á svæði III hefur einn veiðistaður virkilega staðið upp úr, en úr hinum margrómaða stað Sveinsskeri hafa veiðimenn sett í og landað á milli 70 og 80 löxum nú á haustdögum. Allt frá því að umræddur veiðistaður var tekinn út úr veiðisvæðum I og II og færður inn á miðsvæðið hefur ástundun aukist og veiðimenn gefið staðnum meiri gaum þar sem að aðgengi að Sveinsskeri batnaði til muna." Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Landeigendur í Stóru Laxá í Hreppum hafa undanfarna daga náð að koma hinum fræga veiðistað Sveinsskeri á svæði 3 í fyrra horf. Með leyfi Fiskistofu hefur farveginum verið breytt en í fyrrasumar rann áin meira vestan megin við veiðistaðinn Gagnslausan sem eyðilagði Sveinsskerið. Sveinsskerið hefur löngum verið gjöfulasti veiðistaðurinn á svæði 3; og reyndar einn besti veiðistaðurinn í allri ánni. Gaf veiðistaðurinn jafnan á milli 60 og 70 laxa á hverju sumri en í fyrra brá svo við að enginn lax gaf sig, hafi hann verið þar á annað borð. Á heimasíðu veiðiþjónustunnar Lax-á kemur fram að heimamenn fengu góða aðstoð við lagfæringarnar frá Stefáni Kristjánssyni leiðsögumanni en hann hefur veitt mikið á svæði 3 síðastliðin 35 ár. Það verður því spennandi að sjá hvort gamli veiðistaðurinn muni ekki gefa vel í sumar. Sama má segja um Gagnlausan sem hefur gefið þokkalega á hverju ári þegar áin hefur runnið með austurbakkanum, eins og áður var. Í þessu samhengi má alveg henda í loftið hluta úr frétt á vef SVFR árið 2006. „Á svæði III hefur einn veiðistaður virkilega staðið upp úr, en úr hinum margrómaða stað Sveinsskeri hafa veiðimenn sett í og landað á milli 70 og 80 löxum nú á haustdögum. Allt frá því að umræddur veiðistaður var tekinn út úr veiðisvæðum I og II og færður inn á miðsvæðið hefur ástundun aukist og veiðimenn gefið staðnum meiri gaum þar sem að aðgengi að Sveinsskeri batnaði til muna."
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði