Rekstrartap Sony aldrei verið hærra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 13:43 Masaru Kato, fjármálastjóri Sony. mynd/AP Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum. Leikjavísir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum.
Leikjavísir Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira