Heimilisreksturinn Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2012 01:16 Ég og konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð fyrr á þessu ári. Samhliða því fórum við yfir rekstur heimilisins, m.a. með hjálp heimilisbókhaldsbúnaðar frá Meniga og síðan ýmissa gagna úr einkabankanum, kreditkortayfirliti og þess háttar. Heimilið er eina fyrirtækið sem við erum að reka og það veltir milljónum á hverju ári! Við eigum tvo syni, fimm ára og fjögurra mánaða. Búsett í 105 Reykjavík en sækjum vinnu í 105 og 101. Svona aðeins til glöggvunar á „sviðsmyndinni". Við höfum alla tíð næstum þjáðst af áhættufælni þegar kemur að fjárhagslegum skuldbindingum eins og fasteignakaupum og því var þetta töluvert skref að taka. Nú hafa allir misjafnar skoðanir á þessum hlutum, vafalítið, en þetta hér að neðan er sett fram fyrir lesendur til vonandi einhvers gagns og gamans. Fjögur atriði standa upp úr þessari skoðun á heimilisrekstrinum hjá okkur.1. Skoða vaxtakjörin vel. Miðað við þau vaxtakjör sem bankarnir hafa boðið á fasteignalánum að undanförnu þá fannst okkur skynsamlegt að taka óverðtryggt lán, með 6,4 prósent vöxtum (kjör sem hafa lítillega hækkað síðan), sem eru fastir í þrjú ár. Síðan er hægt að meta að þeim tíma liðnum hvað séu bestu kjör, miðað við aðstæður, og breyta yfir í verðtryggt eða eitthvað annað sem er í boði. Verðbólgan er nú um 6,3 prósent og því eru raunvextir miðað við fyrrnefnd lánakjör litlir sem engir. Þó verðbólgan lækki eitthvað (hver veit?), þá fannst okkur þetta skynsamlegast. Þrátt fyrir að greiðslubyrðin sé aðeins þyngri framan af greiðslutímabilinu heldur en með verðtryggt lán, eða sem nemur um 20 prósentum, þá er þetta betri kostur en að taka verðtryggt lán í þeirri miklu verðbólgu sem hér er. Vaxtakjörin eru betri. Það er líka góð tilfinning að vera með skuldirnar óverðtryggðar, á viðráðanlegum föstum vöxtum, og sjá skuldirnar lækka um hver mánaðamót. Okkur líður einfaldlega betur með það en hitt. Bankarnir bjóða allir góð kjör nú um stundir, miðað við verðbólgu (ÍSB 6,55% fast í þrjú ár, Landsbankinn 6,65% fast í þrjú ár og Arion banki 6,95% fast í fimm ár). Ég kannaði samanburðinn við útlönd og ný fasteignalán á Norðurlöndunum eru fæst með raunvöxtum upp á rétt ríflega núll þessi misserin. Lánakjörin eru því ekki afleit í augnablikinu þó vitanlega muni viðvarandi of há verðbólga alltaf leiða til meiri fjármagnskostnaðar til lengri tíma litið en æskilegt getur talist.2. Yfirsýn yfir samgöngukostnað. Nota hjól í snatt í nærumhverfinu og til og frá vinnu sem oftast. Ef ég nota hjólið alla virka daga í hverjum mánuði, til og frá vinnu, þá þýðir það sparnað í olíunotkun og viðhald bílsins upp á ríflega 34 þúsund krónur á mánuði. Mér brá mikið þegar ég sá þetta í einkabankanum og reiknaði þetta aftur. Bensínið er dýrt og viðhaldið er lúmskt. Því minna sem keyrt er, því minna fer í viðhald. Skotferðir úr vinnu á bílnum koma líka ekki til greina ef bíllinn er einfaldlega ekki valkostur. Það er sparnaður í því. Þegar allt var saman tekið var þetta há upphæð. Upphafskostnaður við kaup á ágætu hjóli (70 þúsund) borgar sig til baka á tveimur mánuðum í mikilli notkun. Sex mánaða notkun á hjóli til og frá vinnu, og snatti í nágrenni, þýðir árlegan sparnað upp á ríflega 200 þúsund krónur. Það munar um það. Það er líka gaman að hjóla. Þegar við keyptum okkur íbúðina horfðum við líka til þess að staðsetningin væri hagstæð í krónum talið. Það er að stutt sé í fjölbreytta þjónustu og vinnu. Það dregur úr útgjöldum. (Mér sýnist strætó vera borðliggjandi kostur fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu um langan veg á höfuðborgarsvæðinu en leiðakerfið ræður þó töluverðu í þeim efnum. Ég kafaði ekki djúpt ofan í þann kost þar sem hjólið varð fyrir valinu í okkar tilviki)3. Matur er nauðsyn. Matarinnkaup eru erfið þegar kemur að einu; það er að mæla nokkuð nákvæmlega hversu mikinn mat heimilið þarf. Oft er keypt of mikið inn og oft einhverju kippt með í innkaupum sem er óþarfi. Það sem okkur sýndist vera skynsamlegast að gera, var að einangra ákveðnar vörur sem eru nauðsynjarvörur. Þá fær maður góða yfirsýn yfir það hvað maturinn kostar á mánuði. Þetta er auðvitað ekki heilagt, en það er þó gott að hafa það bak við eyrað að óþarflega mikil innkaup þýða óþarflega mikil útgjöld. Ég held að það sé bísna algengt, að fólk kaupi of mikið inn, og hendi jafnvel einhverju. Í það minnsta er það þannig hjá okkur. Það er hægt að hafa ákveðna stjórn á því, með því að reyna að komast að því hvað teljast vera nauðsynjarvörur. Við ákváðum að hætta að drekka gos og þar með hætta að kaupa það, nema fyrir einhver sérstök tilefni. Gos er óhollt og dýrt. Tvær flugur í einu höggi þar. Sparnaðurinn við að hætta alfarið að eyða peningum í gos, frá því sem áður var hjá okkur, hleypur á tugum þúsunda á ári.4. Ekki gleyma að spara. Leggja til hliðar fé inn á sparnaðarreikning um hver mánaðarmót. Til að mæta óvæntum útgjöldum. Eins konar neyðarsjóður. Það er ekki bara skynsamlegt, heldur dregur það líka úr óþarfa neyslu. Þ.e. að ef peningunum er alltaf ráðstaf í sparnað, fast í greiðsluþjónustu með föstum liðum (húsnæði, rafmagn og hiti, LÍN, sími, leikskólagjöld osvfrv.), þá er útilokað að eyða honum í eitthvað annað. Fjárfesting í sparnaði er góð fjárfesting. Rétt í lokin þá erum við ekki klikkaðir nískupúkar. Síður en svo. Skoðun á heimilisrekstrinum var eitthvað sem við höfðum aldrei almennilega gefið okkur tíma til þess að fara í. Það er hins vegar eðlilegt og skynsamlegt að gera þetta, ekki síst í ljósi þess hvernig of mikil einkaneysla getur farið með fjárhag fólks og dregið þannig úr lífsgæðum fjölskyldna. Sbr. hvernig fór fyrir mörgum þegar eignabólan var enn ósprungin. Óvænt útgjöld í afþreyingu og annað er síðan alltaf hluti af heimilisrekstrinum. Tilfinningin fyrir því hvernig staðan er hjálpar til við að lágmarka skaðann af ýmsum óvæntum útgjöldum. Einstaka of löngum bar- eða kaffihúsaferðum eftir vinnu, kaupum á gömlum bráðnauðsynlegum rokkplötum, bókum, tímaritum og slíku. Niðurstaðan af þessari skoðun hjá okkur er í stuttu máli sú, að það er vel mögulegt að draga úr útgjöldum í þeim þáttum sem hægt er að stjórna. Þ.e. samgöngum og mat. Lágmörkun notkunar á bílnum er áhrifaríkasta sparnaðarleiðin, ekki síst vegna þess hve bensínið er dýrt og viðhaldið sömuleiðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég og konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð fyrr á þessu ári. Samhliða því fórum við yfir rekstur heimilisins, m.a. með hjálp heimilisbókhaldsbúnaðar frá Meniga og síðan ýmissa gagna úr einkabankanum, kreditkortayfirliti og þess háttar. Heimilið er eina fyrirtækið sem við erum að reka og það veltir milljónum á hverju ári! Við eigum tvo syni, fimm ára og fjögurra mánaða. Búsett í 105 Reykjavík en sækjum vinnu í 105 og 101. Svona aðeins til glöggvunar á „sviðsmyndinni". Við höfum alla tíð næstum þjáðst af áhættufælni þegar kemur að fjárhagslegum skuldbindingum eins og fasteignakaupum og því var þetta töluvert skref að taka. Nú hafa allir misjafnar skoðanir á þessum hlutum, vafalítið, en þetta hér að neðan er sett fram fyrir lesendur til vonandi einhvers gagns og gamans. Fjögur atriði standa upp úr þessari skoðun á heimilisrekstrinum hjá okkur.1. Skoða vaxtakjörin vel. Miðað við þau vaxtakjör sem bankarnir hafa boðið á fasteignalánum að undanförnu þá fannst okkur skynsamlegt að taka óverðtryggt lán, með 6,4 prósent vöxtum (kjör sem hafa lítillega hækkað síðan), sem eru fastir í þrjú ár. Síðan er hægt að meta að þeim tíma liðnum hvað séu bestu kjör, miðað við aðstæður, og breyta yfir í verðtryggt eða eitthvað annað sem er í boði. Verðbólgan er nú um 6,3 prósent og því eru raunvextir miðað við fyrrnefnd lánakjör litlir sem engir. Þó verðbólgan lækki eitthvað (hver veit?), þá fannst okkur þetta skynsamlegast. Þrátt fyrir að greiðslubyrðin sé aðeins þyngri framan af greiðslutímabilinu heldur en með verðtryggt lán, eða sem nemur um 20 prósentum, þá er þetta betri kostur en að taka verðtryggt lán í þeirri miklu verðbólgu sem hér er. Vaxtakjörin eru betri. Það er líka góð tilfinning að vera með skuldirnar óverðtryggðar, á viðráðanlegum föstum vöxtum, og sjá skuldirnar lækka um hver mánaðamót. Okkur líður einfaldlega betur með það en hitt. Bankarnir bjóða allir góð kjör nú um stundir, miðað við verðbólgu (ÍSB 6,55% fast í þrjú ár, Landsbankinn 6,65% fast í þrjú ár og Arion banki 6,95% fast í fimm ár). Ég kannaði samanburðinn við útlönd og ný fasteignalán á Norðurlöndunum eru fæst með raunvöxtum upp á rétt ríflega núll þessi misserin. Lánakjörin eru því ekki afleit í augnablikinu þó vitanlega muni viðvarandi of há verðbólga alltaf leiða til meiri fjármagnskostnaðar til lengri tíma litið en æskilegt getur talist.2. Yfirsýn yfir samgöngukostnað. Nota hjól í snatt í nærumhverfinu og til og frá vinnu sem oftast. Ef ég nota hjólið alla virka daga í hverjum mánuði, til og frá vinnu, þá þýðir það sparnað í olíunotkun og viðhald bílsins upp á ríflega 34 þúsund krónur á mánuði. Mér brá mikið þegar ég sá þetta í einkabankanum og reiknaði þetta aftur. Bensínið er dýrt og viðhaldið er lúmskt. Því minna sem keyrt er, því minna fer í viðhald. Skotferðir úr vinnu á bílnum koma líka ekki til greina ef bíllinn er einfaldlega ekki valkostur. Það er sparnaður í því. Þegar allt var saman tekið var þetta há upphæð. Upphafskostnaður við kaup á ágætu hjóli (70 þúsund) borgar sig til baka á tveimur mánuðum í mikilli notkun. Sex mánaða notkun á hjóli til og frá vinnu, og snatti í nágrenni, þýðir árlegan sparnað upp á ríflega 200 þúsund krónur. Það munar um það. Það er líka gaman að hjóla. Þegar við keyptum okkur íbúðina horfðum við líka til þess að staðsetningin væri hagstæð í krónum talið. Það er að stutt sé í fjölbreytta þjónustu og vinnu. Það dregur úr útgjöldum. (Mér sýnist strætó vera borðliggjandi kostur fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu um langan veg á höfuðborgarsvæðinu en leiðakerfið ræður þó töluverðu í þeim efnum. Ég kafaði ekki djúpt ofan í þann kost þar sem hjólið varð fyrir valinu í okkar tilviki)3. Matur er nauðsyn. Matarinnkaup eru erfið þegar kemur að einu; það er að mæla nokkuð nákvæmlega hversu mikinn mat heimilið þarf. Oft er keypt of mikið inn og oft einhverju kippt með í innkaupum sem er óþarfi. Það sem okkur sýndist vera skynsamlegast að gera, var að einangra ákveðnar vörur sem eru nauðsynjarvörur. Þá fær maður góða yfirsýn yfir það hvað maturinn kostar á mánuði. Þetta er auðvitað ekki heilagt, en það er þó gott að hafa það bak við eyrað að óþarflega mikil innkaup þýða óþarflega mikil útgjöld. Ég held að það sé bísna algengt, að fólk kaupi of mikið inn, og hendi jafnvel einhverju. Í það minnsta er það þannig hjá okkur. Það er hægt að hafa ákveðna stjórn á því, með því að reyna að komast að því hvað teljast vera nauðsynjarvörur. Við ákváðum að hætta að drekka gos og þar með hætta að kaupa það, nema fyrir einhver sérstök tilefni. Gos er óhollt og dýrt. Tvær flugur í einu höggi þar. Sparnaðurinn við að hætta alfarið að eyða peningum í gos, frá því sem áður var hjá okkur, hleypur á tugum þúsunda á ári.4. Ekki gleyma að spara. Leggja til hliðar fé inn á sparnaðarreikning um hver mánaðarmót. Til að mæta óvæntum útgjöldum. Eins konar neyðarsjóður. Það er ekki bara skynsamlegt, heldur dregur það líka úr óþarfa neyslu. Þ.e. að ef peningunum er alltaf ráðstaf í sparnað, fast í greiðsluþjónustu með föstum liðum (húsnæði, rafmagn og hiti, LÍN, sími, leikskólagjöld osvfrv.), þá er útilokað að eyða honum í eitthvað annað. Fjárfesting í sparnaði er góð fjárfesting. Rétt í lokin þá erum við ekki klikkaðir nískupúkar. Síður en svo. Skoðun á heimilisrekstrinum var eitthvað sem við höfðum aldrei almennilega gefið okkur tíma til þess að fara í. Það er hins vegar eðlilegt og skynsamlegt að gera þetta, ekki síst í ljósi þess hvernig of mikil einkaneysla getur farið með fjárhag fólks og dregið þannig úr lífsgæðum fjölskyldna. Sbr. hvernig fór fyrir mörgum þegar eignabólan var enn ósprungin. Óvænt útgjöld í afþreyingu og annað er síðan alltaf hluti af heimilisrekstrinum. Tilfinningin fyrir því hvernig staðan er hjálpar til við að lágmarka skaðann af ýmsum óvæntum útgjöldum. Einstaka of löngum bar- eða kaffihúsaferðum eftir vinnu, kaupum á gömlum bráðnauðsynlegum rokkplötum, bókum, tímaritum og slíku. Niðurstaðan af þessari skoðun hjá okkur er í stuttu máli sú, að það er vel mögulegt að draga úr útgjöldum í þeim þáttum sem hægt er að stjórna. Þ.e. samgöngum og mat. Lágmörkun notkunar á bílnum er áhrifaríkasta sparnaðarleiðin, ekki síst vegna þess hve bensínið er dýrt og viðhaldið sömuleiðis.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun