Veiddu sjóbirtinga í Skjálfandafljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2012 11:00 Pétur Jónsson var við sjóbirtingsveiðar í Skjálfandafljóti fyrir nokkrum dögum. Úti í á er Sigurður Gestsson. Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan. Hann fór sérstaklega norður til að leita að sjóbirtingi í fljótinu. "Við fengum eina þrjá sjóbirtinga, sá stærsti var fjögur til fimm pund en hinir tveir minni," segir Stefán. Þessum árangri hafi þeir félagar náð þrátt fyrir mikinn kulda. "Það má segja að það sé byrjað að vora en maður gerði sér vel grein fyrir hvað náttúruöflin eru rosalega sterk fyrir norðan. Þarna voru stórir ísjakar, jafnvel ísborgir, upp í sex til átta metra þykkar og umhverfið allt ofsalega fallegt," segir Stefán sem kveðst eiga von á að boðið verði upp á vorveiði í Skjálfandafljóti næsta sumar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði
Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan. Hann fór sérstaklega norður til að leita að sjóbirtingi í fljótinu. "Við fengum eina þrjá sjóbirtinga, sá stærsti var fjögur til fimm pund en hinir tveir minni," segir Stefán. Þessum árangri hafi þeir félagar náð þrátt fyrir mikinn kulda. "Það má segja að það sé byrjað að vora en maður gerði sér vel grein fyrir hvað náttúruöflin eru rosalega sterk fyrir norðan. Þarna voru stórir ísjakar, jafnvel ísborgir, upp í sex til átta metra þykkar og umhverfið allt ofsalega fallegt," segir Stefán sem kveðst eiga von á að boðið verði upp á vorveiði í Skjálfandafljóti næsta sumar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði