Stórviðburður í Hörpu Trausti Júlíusson skrifar 3. maí 2012 09:55 Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu. Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu.
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira