Syngur lag eftir Jóa Helga á næstu plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. apríl 2012 11:23 Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira