Varúð! Engin ábyrgð Magnús Halldórsson skrifar 8. apríl 2012 17:05 Gunnlaugur Jónsson hefur sent frá sér bókina Ábyrgðarkver – Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Þar er rætt um hugtakið ábyrgð og það sett í samhengi við bankahrunið, ástæður þess og eftirköst. Ýmislegt hefur verið ritað um ábyrgð varðandi bankahrunið, og þá einkum út frá spurningunni um hver beri ábyrgð á hinum ýmsu hlutum sem að lokum leiddu til hruns bankanna hér á landi og allsherjarhruns á heimsvísu raunar. Í stuttu máli finnst mér þetta fín bók hjá Gunnlaugi og um margt áhugaverð. Ég hef oft velt þessum hlutum fyrir mér sjálfur, þ.e. hvaða hlutverki ábyrgðin gegni þegar kemur að fjármálakerfum og fjárfestingum í þeim, t.d. hlutabréfum í bönkum. Fyrir utan svo hversu erfitt það virðist vera fyrir fólk að líta í eigin barm, og segja; ég ber ábyrgð á mínum gjörðum þegar kemur að fjármálum. Í ljósi þess að ég er ekki bókmenntagagnrýnandi ætla ég ekki að rekja efni bókarinnar og taka dæmi um hvað sé vel gert og hvað sé hugsanlega ekki nægilega vel gert. Sjálfur hef ég ekki sérstaklega gaman að þannig bókadómum, en finnst þeim mun betra að lesa stutta hugleiðingu frá lesendum um eitthvað sem bókin fjallar um. Tveir punktar sem tengjast ábyrgð og fjármálakerfum komu upp í hugann þegar ég var að lesa bók Gunnlaugs. 1. Ég hef tvisvar sinnum tekið viðtal við Robert Parker, aðalráðgjafa Credit Suisse, svissneska risabankans. Hann hefur í bæði skiptin byrjað á því að segja það sama. Þ.e. að ein grundvallarregla sé einkennandi fyrir fjármálamarkaði en hún er sú að seðlabankar séu banki bankanna á þeirra svæði og ef fjárfestar og almenningur hætta að trúa því þá hrynur allt.2. Simon Johnson, prófessor í hagfræði við MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flutti frábært erindi á ráðstefnu í Hörpu í nóvember í fyrra. Í því var rauði þráðurinn sá að það væri búið að búa til alþjóðlegt fjármálakerfi sem byggði á „blekkingu" þar sem tapið væri þjóðnýtt en gróði, sem byggði ekki síst á því að fjárfestar reiknuðu með ríkisábyrgð, væri einkavæddur. Johnson hefur opinberlega sagt að hann ætli að eyða öllum starfstíma sínum í að ræða um þessa hluti, þangað til breytingar hafa verið gerðar í þá veru að skattgreiðendur sitji ekki uppi með tjón af fífldjöfrum ákvörðunum lélegra stjórnenda fjármálafyrirtækja. Hvernig tengjast þessir punktar ábyrgðinni sem Gunnlaugur er að tala um? Stutta svarið er svona: Við lesturinn á Ábyrgðarkverinu finnst mér eins og höfundurinn sé verulega hugsi yfir því hvernig í pottinn er búið þegar kemur að fjármálakerfum. Grundvallarreglan sem Parker vísar til, um að skilyrðislaus ríkisábyrgð á bönkum verði að vera fyrir hendi svo bankar geti starfað eðlilega, samræmist ekki leikreglum markaðar þar sem ábyrgð hluthafa á eign sinni er ekki aðeins meginatriðið heldur tilverugrundvöllur. Verðmyndun hlutafjár banka er því í grunninn gjörsamlega galin vegna ríkisábyrgðarinnar. Merkilegt er líka að hugsa til þess að það eru til alþjóðlegar reglur sem eiga að hindra ólögmæta ríkisaðstoð í öllum geirum atvinnulífsins. Fjármálakerfið byggir hins vegar tilveru sína að hluta á voninni um ríkisaðstoð og því að fólk trúi því að seðlabankar skattgreiðenda bjargi bönkum ef þeir eru í vanda. Þetta samræmist augljóslega ekki leikreglum á skráðum hlutabréfamörkuðum þar sem verðmyndun hlutafjár skráðra félaga á að fara eftir áhuga og tiltrú fjárfesta, en alls ekki falskri bakábyrgð skattgreiðenda á öllu saman. Af þessum ástæðum eru bankabónusar ekki aðeins óréttlætanlegir heldur beinlínis ögrun við almenning, að því er mér finnst. Mér finnst þeir hins vegar allt í lagi ef þeir eru bara á ábyrgð þeirra sem eiga fyrirtækin. Þannig er það hins vegar ekki. Gunnlaugur á heiður skilinn fyrir að þora að fjalla um bankahrunið út frá því, að hver eintaklingur sé sinnar gæfu smiður og beri ábyrgð á aðgerðum sínum, þar með töldum fjárfestingum og eignum. Þetta kann að hljóma sem ósköp einföld nálgun að flóknu máli, en þannig er það ekki. Því miður hafa ekki verið gerðar nægilega miklar breytingar á fjármálamörkuðum til þess að fyrirbyggja tjón fyrir sameiginlega sjóði skattgreiðenda, þvert á móti hefur áhættan vegna falskrar ríkisábyrgðar líklega aldrei verið meiri en núna, þ.e. alþjóðlega. Það er umhugsunarefni að það hafi ekki skýrst endanlega fyrr en rétt rúmlega fjögur mánudaginn 6. október 2008, að það hafi ekki verið skilyrðislaus ríkisábyrgð á hörmulega illa reknum og áhættusæknum íslenskum bönkum, og enn meira umhugsunarefni að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi gripið um höfuð sér og ekki trúað því að ríkissjóður Íslands hafi ekki ætlað að ábyrgjast þetta allt saman, eins og Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, greindi frá í ræðu á fyrrnefndri ráðstefnu í Hörpu. Það sýnir hversu nauðsynlegt það er að ræða um ábyrgð og spyrja í sífellu hvort hún geti verið fölsk eða byggð á tómum blekkingum. Þær þarf af sjálfsögðu að varast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Gunnlaugur Jónsson hefur sent frá sér bókina Ábyrgðarkver – Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Þar er rætt um hugtakið ábyrgð og það sett í samhengi við bankahrunið, ástæður þess og eftirköst. Ýmislegt hefur verið ritað um ábyrgð varðandi bankahrunið, og þá einkum út frá spurningunni um hver beri ábyrgð á hinum ýmsu hlutum sem að lokum leiddu til hruns bankanna hér á landi og allsherjarhruns á heimsvísu raunar. Í stuttu máli finnst mér þetta fín bók hjá Gunnlaugi og um margt áhugaverð. Ég hef oft velt þessum hlutum fyrir mér sjálfur, þ.e. hvaða hlutverki ábyrgðin gegni þegar kemur að fjármálakerfum og fjárfestingum í þeim, t.d. hlutabréfum í bönkum. Fyrir utan svo hversu erfitt það virðist vera fyrir fólk að líta í eigin barm, og segja; ég ber ábyrgð á mínum gjörðum þegar kemur að fjármálum. Í ljósi þess að ég er ekki bókmenntagagnrýnandi ætla ég ekki að rekja efni bókarinnar og taka dæmi um hvað sé vel gert og hvað sé hugsanlega ekki nægilega vel gert. Sjálfur hef ég ekki sérstaklega gaman að þannig bókadómum, en finnst þeim mun betra að lesa stutta hugleiðingu frá lesendum um eitthvað sem bókin fjallar um. Tveir punktar sem tengjast ábyrgð og fjármálakerfum komu upp í hugann þegar ég var að lesa bók Gunnlaugs. 1. Ég hef tvisvar sinnum tekið viðtal við Robert Parker, aðalráðgjafa Credit Suisse, svissneska risabankans. Hann hefur í bæði skiptin byrjað á því að segja það sama. Þ.e. að ein grundvallarregla sé einkennandi fyrir fjármálamarkaði en hún er sú að seðlabankar séu banki bankanna á þeirra svæði og ef fjárfestar og almenningur hætta að trúa því þá hrynur allt.2. Simon Johnson, prófessor í hagfræði við MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flutti frábært erindi á ráðstefnu í Hörpu í nóvember í fyrra. Í því var rauði þráðurinn sá að það væri búið að búa til alþjóðlegt fjármálakerfi sem byggði á „blekkingu" þar sem tapið væri þjóðnýtt en gróði, sem byggði ekki síst á því að fjárfestar reiknuðu með ríkisábyrgð, væri einkavæddur. Johnson hefur opinberlega sagt að hann ætli að eyða öllum starfstíma sínum í að ræða um þessa hluti, þangað til breytingar hafa verið gerðar í þá veru að skattgreiðendur sitji ekki uppi með tjón af fífldjöfrum ákvörðunum lélegra stjórnenda fjármálafyrirtækja. Hvernig tengjast þessir punktar ábyrgðinni sem Gunnlaugur er að tala um? Stutta svarið er svona: Við lesturinn á Ábyrgðarkverinu finnst mér eins og höfundurinn sé verulega hugsi yfir því hvernig í pottinn er búið þegar kemur að fjármálakerfum. Grundvallarreglan sem Parker vísar til, um að skilyrðislaus ríkisábyrgð á bönkum verði að vera fyrir hendi svo bankar geti starfað eðlilega, samræmist ekki leikreglum markaðar þar sem ábyrgð hluthafa á eign sinni er ekki aðeins meginatriðið heldur tilverugrundvöllur. Verðmyndun hlutafjár banka er því í grunninn gjörsamlega galin vegna ríkisábyrgðarinnar. Merkilegt er líka að hugsa til þess að það eru til alþjóðlegar reglur sem eiga að hindra ólögmæta ríkisaðstoð í öllum geirum atvinnulífsins. Fjármálakerfið byggir hins vegar tilveru sína að hluta á voninni um ríkisaðstoð og því að fólk trúi því að seðlabankar skattgreiðenda bjargi bönkum ef þeir eru í vanda. Þetta samræmist augljóslega ekki leikreglum á skráðum hlutabréfamörkuðum þar sem verðmyndun hlutafjár skráðra félaga á að fara eftir áhuga og tiltrú fjárfesta, en alls ekki falskri bakábyrgð skattgreiðenda á öllu saman. Af þessum ástæðum eru bankabónusar ekki aðeins óréttlætanlegir heldur beinlínis ögrun við almenning, að því er mér finnst. Mér finnst þeir hins vegar allt í lagi ef þeir eru bara á ábyrgð þeirra sem eiga fyrirtækin. Þannig er það hins vegar ekki. Gunnlaugur á heiður skilinn fyrir að þora að fjalla um bankahrunið út frá því, að hver eintaklingur sé sinnar gæfu smiður og beri ábyrgð á aðgerðum sínum, þar með töldum fjárfestingum og eignum. Þetta kann að hljóma sem ósköp einföld nálgun að flóknu máli, en þannig er það ekki. Því miður hafa ekki verið gerðar nægilega miklar breytingar á fjármálamörkuðum til þess að fyrirbyggja tjón fyrir sameiginlega sjóði skattgreiðenda, þvert á móti hefur áhættan vegna falskrar ríkisábyrgðar líklega aldrei verið meiri en núna, þ.e. alþjóðlega. Það er umhugsunarefni að það hafi ekki skýrst endanlega fyrr en rétt rúmlega fjögur mánudaginn 6. október 2008, að það hafi ekki verið skilyrðislaus ríkisábyrgð á hörmulega illa reknum og áhættusæknum íslenskum bönkum, og enn meira umhugsunarefni að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi gripið um höfuð sér og ekki trúað því að ríkissjóður Íslands hafi ekki ætlað að ábyrgjast þetta allt saman, eins og Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, greindi frá í ræðu á fyrrnefndri ráðstefnu í Hörpu. Það sýnir hversu nauðsynlegt það er að ræða um ábyrgð og spyrja í sífellu hvort hún geti verið fölsk eða byggð á tómum blekkingum. Þær þarf af sjálfsögðu að varast.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun