Ætla sér stóra hluti í gítarkennslu á netinu 12. mars 2012 22:00 Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna. Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna.
Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira